Lygin og Sannleikurinn hittust einn daginn. Lygin sagði við Sannleikann: „Þetta er fallegur dagur.“ Sannleikurinn leit til himins, kinkaði kolli með semingi og andvarpaði, því dagurinn var sannarlega fallegur.
Þau eyddu deginum saman, en komu síðan að brunni nokkrum. Lygin sagði: „Vatnið er mjög þægilegt, eigum við ekki fá okkur bað saman?“
Sannleikurinn var efins og á varðbergi svo hann kannaði vatnið sjálfur og komst að því að það var afskaplega þægilegt. Þau afklæddust því og böðuðu sig þarna saman.
Skyndilega kom Lygin upp úr vatninu, klæddi sig í fötin af Sannleikanum og hljóp á brott. Sannleikurinn kom fjúkandi reiður upp úr brunninum. Hann hljóp um allt í leit að Lyginni til að endurheimta fötin sín.
Þegar fólkið sá Sannleikann nakinn, þá leit það undan í fyrirlitningu og reiði. Veslings Sannleikurinn sneri aftur að brunninum, og hvarf þangað ofan í að eiífu. Þar er hann í felum niðri í brunninum með blygðun sinni.
Síðan þá hefur Lygin farið um heiminn klædd eins og Sannleikurinn séð um að uppfylla þarfir heimsins vegna þess að heimurinn hefur hvort sem er engann áhuga á því að hitta nakinn Sannleikann.
(Þjóðsaga)