Sannir píratar hlaupast ekki frá ábyrgð þó þeir séu ekki sammála í öllum málum, heldur gera sitt til að leysa þau

„ÉG ER HÆTTUR.  FARINN OG ÆTLA SKO EKKERT AÐ VERA MEMM AÞÞÍ ÞIÐ GERIÐ EKKI EINS OG ÉG VIL!“

Ofdekruð væluskjóða á óræðu þroskastigi.

Ofdekruð væluskjóða á óræðu þroskastigi.

Nokkurn vegin svona er minn skilningur á því fólki sem hefur sagst vera Píratar en er það svo ekki þegar upp er staðið.  Þetta er fólk sem hefur lýst því yfir að það sé fylgjandi Píratakóðanum og Grunnstefnu Pírata og heldur því jafnvel enn fram þó það sé búið að segja sig úr Pírötum.

Ég sprakk úr hlátri þegar ég las þetta hjá einum fésbókarvini mínum því þarna er svo mikil þversögn í gangi og hann talar algjörlega í kross við sjálfann sig að það er hreint út sagt sorglegt og átakanlegt að lesa „rök“ hans fyrir brotthlaupinu.

Ég ætla að henda inn kvóti frá þessum „vini“ mínum og sjá hvort fólk áttar sig á mótsögninni hjá honum því í stað þess að einbeita sér að því, sem Pírati, að laga hlutina og koma með tillögur til að bæta og breyta, þá hleypur viðkomandi í burtu eins og grenjandi smákrakki sem fær ekki nýtt dót þegar hann fer með mömmu út í búð.

Ég trúi enn á grunngildin og grunnstefnuna og því er mikilvægt að þetta fái að heyrast:

Píratar, þið eruð nú meiri helvítis erkibjánarnir – og þessi samkoma að verða að einhverju kúltúral afstæðishyggjurúnki; hér virðist fólk hvorki trúa á upplýsinguna, réttarríkið eða helgi og algildi mannréttinda.
Þróunarkenningin virðist líka lítið eiga uppá pallborðið hér.
Hérna er allt fullt af forréttindablindum naívistum sem hafa meiri áhyggjur af feðraveldinu á Íslandi en í Íran – og hafa meiri áhyggjur af Kirkjuheimsóknum, en öfgatrúarhópum sem vilja henda samkynhneigðum fram af byggingum. Þeir sem þetta á við eru annað hvort fávitar eða heilaþvegmir nytsamir sakleysingjar – og líklegast hvoru tveggja.

Ég er hættur í þessu Partýi – til hamingju með að verða hræsnarar landsins nr.1; tala fyrir rökhugsun og einstaklingsfrelsi – en keyrið svo á öfgahugmyndafræði – kúltúral apólógisma – og útþennslu ríkisbáknsins.

EF þessi einstaklingur væri raunverulegur og sannur Pírati, þá hefði hann farið á umræðuvefinn og í kosningakerfið, lagt fram þar sínar hugmyndir og breytingar á þeim hlutum sem honum finnst þurfa að breyta í stað þess að rjúka burt í fússi eins og ofdekrað krakkakvikindi sem fær ekki það sem hann heimtar, svona svipað og Ronaldo hagaði sér í gær í og eftir leikinn í EM.

Ég sjálfur hef ekki alltaf verið alveg sáttur við þær stefnur og lagabreytingar sem hafa verið settar inn í kosningakerfi Pírata og hefði ég alltaf hagað mér eins og þessi vinur minn og rokið út í fússi í hvert sinn sem það kæmi upp, þá væri ég á þeim árum sem ég hef verið í Pírötum, hætt svona og rokið burt í fússi að jafnaði þrisvar í mánuði en ég geri það ekki af því ég VEIT að ég get breytt og lagað hlutina ef svo ber undir.
Það geri ég með því að vera virkur Pírati og taka þátt í starfinu.  Líka þegar kemur að því sem er skjön við mínar skoðanir og álit enda kallast það og er, beint lýðræði.

Að lokum.
Ég óska þessum vini mínum velfarnaðar og bið hann að hætta að kalla sig Pírata, því það er hann svo sannarlega ekki meðan hann ætlast til þess að aðrir geri bara eins og hann heimtar í stað þess að taka virkann þátt sjálfur og koma með tillögur til bóta og ræða málin.  Andlegir tvíburar Ronaldo eiga ekkert erindi í Pírata.
Það er mín skoðun.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 15. júní 2016 — 13:08