Það er búin að vera hávær umræða í þjóðfélaginu eftir að DV upplýsti um að lögreglunni hefðu verið gefnar 150 vélbyssur af gerðinni Heckler & Koch MP5 sem samkvæmt Wikipedia er vél(skamm)byssa sem Heckler &Koch framleiðir sérstaklega fyrir sérsveitir þýska hersins, landamæraverði og sérsveit lögreglunar. Drög að hönnun þessarar vélpístólu hófust árið 1964 en árið 1980 sannaði hún gildi sitt þegar fimm hryðjuverkamenn sem höfðu tekið gísla í Íranska sendiráðinu í London voru drepnir.
Vélpístóluna má hlaða með venjulegum 9 mm klúlum en auk þess er hægt að skjóta úr henni gúmíkúlum en einnig er hægt að hlaða hana með svokölluðum Dúm-dúm kúlum, en þegar þær hitta markið, segjum mann td í brjóstið, kemur lítið gat þar en þar sem kúlan flest út þegar hún er komin inn í manneskju, þá rífur hún allt sem fyrir verður með sér og þar sem hún kemur út, (ef færið er stutt) þá skilur hún eftir meira en hnefastórt gat á baki viðkomandi. 9 millimetrar er næstum því einn sentimetri í þvermál, bara svona til að halda því til haga og þessar kúlur vega 124 grains eða rúm 8 grömm og þegar þetta vopn er stillt á sjálfvirkni, þá skýtur það 5 klúlum á sekúndu eða 300 kúlum á mínútu.
Læt ég staðar numið um tæknilega hlið þessa vopns hér.
Nánar um það hér.
Nú skulum við hugsa okkur mann eins og Jón Bjartmarz,yfirlögregluþjón hjá Ríkislögreglustjóra og yfirmann sérsveitarinnar.
Í kastljósi í gær sagði hann meðal annars þetta:
Gagnrýni kom fram innan lögreglunnar, einkum frá stjórnanda sérsveitar, að ganga hefði átt mun harðar fram gagnvart ólögmætum aðgerðum mótmælenda. Þessi gagnrýni kom bæði fram á árinu 2008 og í janúar 2009.
Takið vel eftir því sem þarna er undirstrikað.
Ólögmætum.
Hvað var ólögmætt við mótmælin?
Nákvæmlega ekki neitt enda eru mótmæli ekki bönnuð á íslandi og hafa aldrei verið.
Þarna er reynt að réttlæta harðari aðgerðir gegn almennum og óvopnuðum almenningi í lýðræðisríki með því að kalla mótmælin ólögmæt.
Jón hefur lengi talað fyrir vopnavæðingu lögreglunnar en í frétt mbl.is síðla árs 2012 er greint frá því að hann teldi tímabært að ræða „norsku leiðina“.
Og fleira sem hann hefur sagt.
Hann sagði engan vafa leika á að menn hefðu vanmetið hættu á hryðjuverkum þar sem ódæðismaðurinn hefði það markmið að drepa fólk. Í slíkum tilvikum skipti skjót viðbrögð öllu máli,“ segir í frétt mbl.is. Jón benti á að lögreglan væri ekki nægilega viðbúin „voðaverkum“.
Svona talar aðeins maður sem er haldinn óstjórnlegu ofsóknarbrjálæði og sér glæpamann í hverjum einasta almenna borgara þessa lands.
Sálsjúkur einstaklingur sem á ekki að fá að koma nálægt neinu sem heitir skotvopn og þaðan af síður að ætti þessi maður að vera með mannaforráð og enn síður í yfirmannsstöðu í lögreglu hvað þá yfirmaður sérstveitar lögreglunnar.
Við þurfum ekki sálsjúka morðingja í yfirmannsstöður lögreglunar, en það er alveg kristalskýrt, að Jón Bjartmarz á að leggja inn á geðveiklingaspítala en ekki hafa hann sem yfirmann sérveitar lögreglunnar.
Það hlýtur að vera öllum sem hafa lágmarksskynsemi yfir að ráða, algerlega ljóst.
Forsætisráðherra ætlaði að vera fyndinn í gær, en skaut langt fyrir ofan markið.
Hvernig haldið þið að búsáhaldabyltingin hefði orðið hefði þessi maður fengið að ráða og haft þessi vopn undir höndum?
Spáið í því.