Ríkinu ber skylda að koma að kjarasamningum með hækkunn skattleysismarka

Skattpíning hinna verst settu heldur bara áfram að aukast.

Skattpíning hinna verst settu heldur bara áfram að aukast.

Krafa samninganefnda launþega í landinu er sú að lægstu laun verði orðin 300 þúsund innan þriggja ára „no matter what“ en vinnuveitendur og samninganefndir þeirra telja það af og frá að það geti orðið.  Það sé aðeins svigrúm til að lækka lægstu laun um 3,5% eða um sex til sjö þúsund krónur.
Þeir sem sitja í samninganefndum vinnuveitenda eru hins vegar með laun frá tveim upp í fimm milljónir á mánuði og margir þeirra sitja í stjórnum félaga þar sem greiðslur fyrir nefndarsetur hefur hækkað allt frá 33,3% til 75% á mánuði á síðustu vikum.

Forsætis og fjármálaráðherra hafa báðir stigið fram og sagt að stjórnvöld muni koma með einhverjum hætti að launadeilunum og gera eitthvað til að bæta kjör þeirra lægst launuðu en í raun ekki sagt neitt um með hvaða hætti það verður eða í hvaða formi.
Helsta von láglaunafólks er sú að ríkisstjórnin stigi inn og hækki skattleysismörk að því marki að lægstu laun verði skattlaus en persónulegt álit undirritaðs á því að það verði að raunveruleika er að fyrr botnfrjósi í helvíti enda hafa stjórnvöld ekkert gert til að létta skattbirgðina á þeim sem verst eru settir í þessu þjóðfélagi og munu að öllum líkindum ekki gera.

Laun stjórnarmanna SA sem eiga að semja um lægstu laun í landinu hafa hækkað um 33,3%. Hræsni þeirra er augljós.

Laun stjórnarmanna SA sem eiga að semja um lægstu laun í landinu hafa hækkað um 33,3%.
Hræsni þeirra er augljós.

Þegar maður horfir á framfærsluviðmið sem velferðarráðuneytið hefur látið reikna út og síðan á lægstu laun og skattleysismörkin, þá sjá jafnvel mestu tossar að það er ekkert samræmi á milli þessara talna og aðgerða stjórnvalda þrátt fyrir allt blaðrið og loforðin sem gefin hafa verið.  Samstarf milli ráðaneyta og nefnda virðist vera eitthvað svarthol sem ekkert kemst út úr hvað sem reynt er.
Skynsemisraddirnar verða æ háværari og það sér hver einsasta manneskja að það lifir enginn af á 170 þúsund krónum á mánuði enda viðmiðunarmörkin án húsnæðis hátt í 300 þúsund.  Það verður að vera að aðkoma ríkisins í kjarasamningum sé að hækka skattleysismörk upp fyrir 300 þúsund á mánuði, en það er í kringum 100% hækkunn frá því sem nú er því það er hreinlega ekki þolandi lengur að þeir lægst launuðu í þessu þjóðfélagi séu látnir greiða skatta af þeirri ræfills ölmusu sem lægstu laun eru í dag.

En hvernig stendur á því að samninganefndir stéttarfélagana hafa ekki sett fram þessa kröfu á hendur ríkinu þar sem hækkunn skattleysismarka væri einhver sú mesta kjarabót sem láglaunafólk og lifeyrisþegar gætu fengið?

Ég hvet því samninganefndirnar, allar með tölu, að gera þá kröfu í sínum samningum, að ríkið komi til móts við stéttarfélögin og rýmki til með ríflegri hækkunn á skattleysismörkum, hækkunn sem yrði vel ofan við lágmarkslaun í landinu.
Það er eiginlega það eina sem kemur til greina ef einhver ávinningur á að verða fyrir launafólk af hækkunum lágmarkslauna.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 28. mars 2016 — 10:37