Ráðist á fólk með innheimtukröfu á sjálfan aðfangadag

Slagorðíð þeirra á myndinni á vel við í dag.

Það er mér ekki ljúft að skrifa þennan pistil á sjálfan aðfangadag, en því miður reynist það nauðsinlegt.

Vinur minn á Facebook setti fyrir stuttri stundu inn stöðuuppfærslu hjá sér þar sem hann segir frá því að vinkonu hans hafi borist innheimtubréf frá Motus innheimtuþjónustunni nú í morgunn á sjálfan aðfangadag.

Maður hlýtur að spyrja sig að siðferði þeirra sem sjá um að senda út slíkar kröfur á þessum degi.  Hvernig líður því fólki á sálinni?

Ég skrifaði sem satt er, að hýenur leggjast á þá einstaklinga sem eru veikastir fyrir hverju sinni og þá skiptir engu máli hvaða dagur er.

Skömm þeirra hjá Motus fyrir þennan gjörning er þeim til háborinar skammar og ég reikna ekki með að þeir séu stoltir af þessum gjörðum sínum á þessum degi.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Updated: 24. desember 2012 — 13:38