Póstur til Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknar.

Þetta fengu þingmenn og ráðherrar, þeir sömu og neita lífeyrisþegum um sanngjarnar hækkanir sinna lágu lífeyrisbóta.

Þetta fengu þingmenn og ráðherrar, þeir sömu og neita lífeyrisþegum um sanngjarnar hækkanir sinna lágu lífeyrisbóta.

Eftirfarandi skrif sendi ég Karli Garðarssyni vegna skrifa hans á vef Framsóknarflokksins og ég hvet alla þá sem styðja og standa við bakið á öryrkjum og öldruðum, sérstaklega vini þeirra, ættingja og fjölskyldur þeirra, að senda þessi skrif á þingmenn stjórnarflokkana og fjölskyldur þeirra svo það fólk megi sjá með skýrum hætti hvernig við, öryrkjar og aldraðir erum sviknir af núverandi þingmönnum og ráðherrum ríkisstjórnarflokkana.

Sæl Karl.
Vegna skrifa þinna á vef Framsóknarflokksins, þá ætla ég að benda þér á nokkrar rangfærslur sem þú ferð með þar.

  1. Útborgaðr tekjur öryrkja eru að jafnaði um 172. þusund krónur nema þeirra sem búa einir og fá heimilisuppbót.
  2. Með 9,7% hækkunn um áramótin fer þessi upphæð aðeins í 196. þúsund hjá þeim sem búa ekki einir og hjá þeim sem búa einir fer hún í tæplega 212. þúsund.
  3. Hækkunin sem boðuð er um mitt ár 2016 skilar því aðeins um 10. þúsund krónum í vasa lífeyrisþega þannig að útborgaðar verða þá til sambúðarfólks um 106. þúsund og hjá þeim sem búa einir fer hún í 222. þúsund.
  4. 3% hækkunin um síðustu áramót var til að vega upp á móti kjararýrnun ársins 2014 þannig að í raun hafa öryrkjar ekki fengið neinar kjarabætur á þessu ári og núna er í fyrsta sinn í sögunni gengið svo fullkomlega á snið við 69. grein laga um almannatryggingar að algjör skömm er að hegðun ykkar stjórnarþingmanna í því efni með því að hækka ekki afturvirkt, eins og lög gera ráð fyrir, bætur almannatrygginga til samræmis við samninga á almennum launamarkaði.

Þú, ásamt öllum þingmönnum og ráðherrum hafið fengið afturvirkar hækkannir upp á tugi þúsunda á mánuði til fyrsta marz á þessu ári en við, öryrkjar og aldraðir eigum að sætta okkur við að fá nákævmlega ekki neitt.

Staðreyndirnar ljúga ekki.

Staðreyndirnar ljúga ekki.

Að halda því fram að þessi 9,7% séu mestu kjarabætur sem við höfum fengið er einhver sú ógeðslegasta lygi sem við og landsmenn allir þurfum að hlusta á oft á dag frá ykkur í ríkisstjórnarflokkunum.

Ég vona þín vegna að þú læknist mjög fljótlega af þessum ranghugmyndum þínum því þú veist í hjarta þér að þú ert að ljúga.  Bæði að þingi og þjóðinni allri en ekki síðast en ekki síst að sjálfum þér, fjölskyldu þinni, börnum og vinum þínum.

Ég vona að þín jól og fjölskyldu þinnar verði gleðileg, ánægjuleg og þið getið borðað ykkur södd og sæl yfir hátíðarnar en mig langar að biðja þig að hugsa til þess fólk sem þú neitar um lögmætar og réttmætar kjarabætur eins og lög gera ráð fyrir í 69. grein almannatryggingalaga þar sem segir skýrt að kjör okkar, öryrkja og aldraðra skuli hækka samkvæmt launaþróun en við eigum að halda jólin fyrir 172. þúsund krónur á mánuði því mörg okkar koma ekki til með að geta átt gleðileg jól, fá engan góðan jólamat og geta ekki gefið börnum sínum eða barnabörnum gjafir á jólunum.

Talandi um vonda fólkið í pistli þínum á vef Framsóknarflokksins, þá ættir þú að líta í spegil, horfast í augu við sjálfann þig og spyrja þig í sann og raun hvort þú sért heiðarlegur í þínum málflutningi og framkomu við öryrkja og aldraða í þessu þjóðfélagi.

Ef svarið er „Já“, þá verður þú að eiga það við sjálfann þig og samvisku þína um alla framtíð.

Með vinsemd en engri virðingu, Jack Hrafnkell Daníelsson.