
Páll Vilhjálmsson heitir maður og titlar sig blaðamann á moggablogginu. Hvar hann hefur unnið sem blaðamaður og kennari veit ég ekki því aldrei man ég eftir að hafa lesið stafkrók eftir þennan mann nema það sem hann skrifar á bloggið sitt undir merkjum Mbl.is í boði Davíðs Oddssonar og LÍÚ klíkunar hvar hann uppnefnir alla sem honum eru ekki sammála sem „vinstri“menn. Virðist það vera hið versta skammaryrði sem þessi aumingjans maður getur fundið upp á og öll eru verk þeirra vond sem ekki aðhyllast hægrið og helst það sem lengst er til hægri.
En nú bar nýrra við þegar einhver hafði vísað í bloggið hjá honum á fésbók og spunnustu harðar umræður um bloggfærslu sem Páll hafði skrifað miðvikudaginn 17. sept síðastliðin, en þar segir hann meðal annars:
Vinstrimenn í fjölmiðlum og Samfylkingu og Vg eru iðnir við kolann að halda þeirri samsæriskenningu á lofti að hægrimenn í innanríkisráðuneytinu hafi með lekanum viljað koma höggi á hælisleitendur, – sem allir sjá að er býsna langsótt rugl. Einn hælisleitandi er núll og nix í umræðunni.
Síðar segir hann svo:
Nú er upplýst að einhver fór inn á drif ráðuneytisins kl. 05:39 aðfaranótt 20. nóvember. Óhugsandi er að það hafi verið ákærði, Gísli Freyr, enda var hann hvorki í ráðuneytinu né hafði hann aðgang að tölvukerfi ráðuneytisins heiman frá sér.
Jón Bjarki Magnússon blaðamaður DV hefur viðurkennt í yfirheyrslum að eiga sér heimildamann innan innanríkisráðuneytisins.
Líklegast er að heimildamaður Jóns Bjarka sé vinstrimaður, ráðinn til innanríkisráðuneytisins í tíð vinstristjórnarinnar, og að viðkomandi vinstrimaður starfi sem moldvarpa í þágu vinstrimeirihlutans sem almenningur flæmdi frá völdum vorið 2013.
Vinstrimenn fást oft við skapandi skrif og eitt sérkenni á þeim upplýsingum sem láku úr ráðneytinu er að einhver föndraði við þær, breytti textanum.
Moldvörpur, eins og alþjóð veit, vinna verk sín helst á nóttinni.
Ég þrufti að lesa þetta nokkrum sinnum yfir áður en ég hreinlega trúði því að þetta væri íslendingur með ágætt vald á málinu sem skrifaði þetta. Neitaði hreinlega að trúa að þarna væri ekki hreinlega bara útlendingur á ferð sem hefði sótt einhverja bullklausu inn á google translate, af því hann skildi ekki íslensku og vissi ekkert hvað hann væri að gera, og sett á hliðstætt blogg.
En svo er ekki raunin, því þetta skrifar lúbarinn hægri maður. Maður sem er meira en lítið veikur án þess að gera sér í raun grein fyrir því og sér engan mun á sannleika og lygi í blindri heift sinni þegar upp kemst um svik og lygar einhverra af hans átrúnaðargoðum.
Nei. Facebook sannaði það sem og umræðurnar í kringum þessa bloggfærslu.

Ég svaraði þessum skrifum eins og mín var von og vísa og þar sem ég hef lesið eitt og annað eftir þennan Pál, vissi ég að hann mundi svara, en svarið var með þeim hætti að ég er enn að reyna að átta mig á því. En hann opinberaði hatur sitt á öllum þeim sem honum eru ekki sammála í pólitík og það sem verra er, hann sannaði hatur sitt á þeim sem hafa af einhverjum ástæðum misst heilsuna og eru öryrkjar í dag. Það fékk ég beint framan í mig. Skjáskotði má sjá á meðfylgjandi myndum af umræðunni.
Ég hélt í alvöru að svona hugsunargangur hefði dáið út meðal vesturlandabúa eftir seinni heimstyrjöldina en það er greinilegt að mér hefur skjöpplast all illilega þar, því svona hegðun er varla hægt að finna nema meðal verstu öfgatrúarmanna.
Svona fólk hræðir mig.
Hræðir mig meira heldur en það siðblinda og sálsjúka lið sem stjórnar landinu í dag, því eins og við sáum og getum fræðst um frá þýskalandi nasistans, þá voru hinir tryggu og trúu þjónar valdamannana hættulegustu óvinir almennings í Þýskalandi á valdatíma Hitlers.
Ég óttast Pál Villhjálmsson vegna þeirrar heiftar og haturs sem hann ber til allra sem eru honum ekki sammála og hann opinberaði hatur sitt á sjúklingum og öryrkjum í umsögnum þar sem umræður um pistilinn sem vísað er í hér að ofan eins og skjáskot mín sýna.

Rökþrota maður þegar á reynir.
Lesið blogg þessa manns og dæmið sjálf það sjúka hugarfar sem hann sýnir í skrifum sínum, því þetta er óhugnaleg lesning fyrir allt fólk sem getur hugsað af einhverri skynsemi en lætur ekki ofsatrú, heimsku og ragmennsku þvælast fyrir sér.
Þess vegna skrifa ég þetta og bendi á, til að vara fólk við öfgunum.