Pabbi kýs framsókn og ég elti bara eins og hundur í bandi

Af því pabbi kýs Framsókn.  Smellið á myndina til að horfa á fréttina

Pabbi er framósknarmaður var svarið sem ungur maður gaf fréttamanni Mbl í viðtali sem tekið var í dag í miðbæ Reykjavíkur og þess vegna ætlar hann að kjósa Framsóknarflokkinn.  Hann hefur ekkert fylgst með stjórnmálum, veit ekkert hvað er að geras, hverjir eru í framboði og hefur lítinn áhuga á að kynna sér málin.
Því miður er þetta afstaða ótrúlega margra á okkar litla landi og þetta þarf að laga og gera ungu fólki ljóst að það ber ábyrgð á því sem það gerir í kjörklefanum.
Unga fólkið sem fer í kjörklefan og kýs það sama og foreldrarnir án þess að kynna sér málin og án þess að fara eftir eigin sannfæringu eins og þessir tveir eru til skammar fyrir sína kynslóð og aldurshóp.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 3. apríl 2013 — 19:40