Óvinir þjóðarinnar #1

Óvinir íslands númer eitt, þjóðin sjálf.

Óvinir íslands númer eitt, þjóðin sjálf.

Þar sem ég reikna með að þetta verði síðasti pistillinn sem ég skrifa í bili, þá þakka ég þeim sem hafa staðið með mér í þeim málefnum sem ég hef fjallað um hér á síðunni í gegnum tíðina.  Ég hef með skrifum mínum reynt að benda almenningi hér á Íslandi á það gífurlega óréttlæti sem hefur verið að þróast hér í landinu á undanförnum árum, spáði í framtíðina fyrir siðustu kosningar og hvað mögulega gæti gerst ef svo færi að almenningur kysi yfir okkur þá flokka sem nú eru við völd.

Allt það sem ég hef skrifað og spáð fyrir um hefur komið fram.  Allt og jafnvel meira til því mig óaði ekki fyrir að þau sem sitja í stjórn landsins í dag, gætu mögulega sýnt af sér slíka illgirni og slíkt hatur á almenningi í landinu.
Ástandið er því margfallt verra en ég gat séð fyrir mér fyrir tveim árum síðan og á enn eftir að versna.

Við erum að horfa á allt hrynja í kringum okkur í boði gjörspilltra stjórnmálamanna og almenningur í landinu getur ekki einu sinni staðið saman í aðgerðum til að stoppa spillinguna sem er í gangi á alþingi íslands og í stjórnarráðinu.  Þrælagenið og meðfæddur undirlægjuháttur ásamt staurblindri dýrkun á valdafólkinu er of sterkur þáttur í íslendingum og þar með geta þeir ekki risið upp og losað sig við spillingaröflin sem er við völd heldur láta allt yfir sig ganga eins og lúbarðir hundar, sleikjandi rassgatið á valdhöfunum sem nýta sér aumingjaskapinn í landanum og ráðast að grunnstoðum samfélagsins og rífa þær niður án þess að nokkur geri neitt til að stöðva það.

Læknar eru í kjaradeilu við stjórnvöld og heilbrigðiskerfið er orðið rústir einar.
Vegna aðgerða lækna og flótta margra þeirra úr landi er heilbrigðiskerfið komið í rúst.
Það er staðreynd.
Fólk er að deyja vegna þess að ríkið neitar að semja um mannsæmandi kjör við lækna í landinu og nú er svo komið að þeir nenna þessu ekki lengur en flýja á náðir nágrannaþjóða okkar þar sem þeim bjóðast mannsæmandi kjör og vinnuaðstæður þar sem þurfa ekki að vera í vinnunni sólarhringum saman í margar vikur á skítalaunum.

Sjálfstæðismenn hafa lengi haft það á sinni áætlun að einkavæða heilbrigðiskerfið og þeim er að takast það.
Þökk sé þeim sem kusu sjallana yfir okkur.
Fólk veit þetta og fólk sér þetta.
Samt minnkar stuðningurinn við mafíu íslands ekkert.
Fólk heldur áfram að styðja siðblint glæpahyski sem ætlar sér að einkavæða allar grunnstoðir samfélagsins, sér og sínum vinum, ættmennum og félögum til að græða á því á kostnað almennings.

Samtök Atvinnulífsins, ASÍ og mörg verkalýðsfélög eru í fullu samstarfi við stjórnvöld að halda hér niðri launum og kjörum almennings með lygum og blekkingum meðan þeir sjálfir hækka laun sín hvað eftir annað um margföld mánaðarlaun þeirra sem lægstar hafa tekjurnar og þeir sem lifa af atvinnuleysistryggingum og bótum almannatrygginga eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem teljast til fátæktar hér á landi.
Almennir launþegar geta ekki einu sinni staðið saman í kjarabaráttu sinni og ótrúlega margir í þessum hópi sleikja sig upp við stjórnvöldin í landinu, hrósa þeim og dásama á sama tíma og þeir þurfa að vinna átján tíma á dag til að eiga í sig og á.
Slík heimska og aumingjaskapur er með öllu óskiljanleg og maður spyr sig hvort þetta aumingjans fólk sé gjörsamlega ófært að hugsa eina heila rökhugsun þegar það finnur á eigin skinni hvernig ástandið er í landinu.

Verstu óvinir þessarar þjóðar, óvinir hennar númer eitt er þjóðin sjálf.

Það ert þú, sem nennir ekki eða hefur ekki getu til að hugsa sjálfstætt og taka ákvarðanir út frá staðreyndum sem blasa við öllum þeim sem hafa smá snefil af vilja og getu til að hugsa.
Það ert þú, sem lítur á stjórnmál eins og knattspyrnu og heldur með „sínu liði“ þó svo liðsmennirnir sparki stanslaust í þig og ríði þér í þurrt rassgatið þegar dómarinn sér ekki til.
Það ert þú, sem hugsar bara um rassgatið á sjálfum þér í stað þess að finna til samkenndar með öðrum og rakkar niður alla sem reyna að benda þér hvernig ástandið er.
Það ert þú, sem nennir ekki að mæta á fundi í þínu verkalýðsfélagi til að standa vörð um réttindi þín og félaga þinna sem og alls almennings í landinu.
Það ert þú, sem trúir lygaþvættingi stjórnvalda og neitar að horfast í augu við það sem er að gerast fyrir framan augun á þér en ræðst stöðugt á þann sem bendir þér á það.
Og að lokum þú, sem er sá versti af öllum.  Sá sem stillir þér upp fyrir framan óheiðarlega og siðblinda stjórnmálamenn og verð þá með því að endurtaka lygar þeirra gagnrýnislaust og án þess að svo mikið sem reyna að koma auga á það óréttlæti sem almenningur, þar á meðal þú, er beittur af ráðamönnum þessarar þjóðar.

En það eru líka þið, sem hafið rakkað mig niður í hroka ykkar og heimsku, sent mér haturspósta og hótanir af því þið þorið ekki eða getið ekki horfst í augu við sjálf ykkur því þið vitið upp á ykkur skömmina.

Ég nenni ekki að berjast lengur fyrir þá aumingja sem þessi þjóð hefur alið.  Aumingja sem ráðast stöðugt á þá sem reyna að vísa þeim veginn í átt til réttlætis og sanngirni.

Ég nenni ekki lengur að díla við heimskingja sem taka engum sönsum og hafa hvorki vilja né getu til að hugsa sjálfstsætt heldur éta upp lygarnar og skrumið úr ráðamönnum þjóðarinnar og drulla því svo yfir hugsandi og vel meinandi fólk.

Ég er búinn að fá nóg heimsku þessarar þjóðar sem kýs yfir sig raðlygara og siðblindingja sem bera ekki hag almennings í landinu fyrir brjósti en vinna að því leynt og ljóst að rústa velferðarkerfinu í landinu.

Ég er búinn að fá algert ógeð á heimsku fólki eins og talið er upp hér að ofan.

Ég ætla ekki að óska ykkur velfarnaðar á nýju ári enda er það tilgangslaust með öllu þegar þið hafið hvorki vit, vilja né getu til að takast á við raunverulegu vandamálin.
Ykkur sjálf.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 26. desember 2014 — 11:30