Nei. Ég er ekki að tala um Vidísi Hauks núna þó svo vissulega væri alveg tilefni til þess.
Ég er að tala um meðfylgjandi mynd af mynd sem er úr spam, (kæfu) appi á facebook.
Þessi hryllingur tröllríður nú öllu af því fólk aulast til að opna þetta, adda því hjá sér og deilir svo drullunni í allar áttir.
Hálfvitaskapur fólks þegar kemur að svona spammi og vírusarusli virðist ótakmarkaður. Það er eins og eingin heilbrigð skynsemi eða vitglóra sé milli eyrnana á sumu fólki þegar kemur að því að deila öllu sem það fær inn á vegginn hjá sér.
Hvernig væri að hugsa aðeins áður en þú eyst vírusadrullu og spammi yfir félaga þína á Fésinu?