Stundum er sagt að betra sé seint en aldrei og það á vel við núna þegar ekkert bólar á réttlætinu hennar Katrínar Jakobs sem hún sagði fyrir einu og hálfi ári síðan að aldraðir og öryrkjar gætu ekki beðið lengur eftir á þeim tíma.
Well, þeir bíða samt enn þrátt fyrir stóru orðin hennar Kötu og munu bíða út kjörtímabilið nema eitthvað stórkostlega mikið komi til með að gerast í millitíðinni, eins og til dæmis að ríkisstjórnarræfillinn springi í loft upp vegna vanefnda, svika og lyga þeirra flokka sem þar sitja eða þá að almenningur fái hreinlega nóg af þessu auðmannshyski sem situr í ríkisstjórninni og hreinlega bretti upp ermarnar, taki sér barefli í hönd og skundi á alþingi og hreinsi þar út með valdi þá svikara sem sitja í skjóli ónýtra laga sem þeir nýta sér til fullnustu.
Öryrkjar verða að nota aðrar aðferðir gegn ríkinu og það eru einfaldlega málaferli vegna þeirra skerðinga sem þeir hafa verið beittir og ekkert bólar á að það verði afnumið, ekki einu sinni þó svo Umboðsmaður Alþingis hafi staðfest ólöglegar skeringar vegna búsetu, þá neitar fjármálaráðherra landsins, Bjarni Ben, yfirmafíósi sjallamafíunar, að veita því fjármagni sem til þarf að leiðrétta þetta, til TR og velferðarráðuneytisins.
Langlundargeð ÖBÍ er með hreinum ólíkindum og að það skuli ekki vera búið að höfða mál fyrir lifandis löngu er með öllu óskiljanlegt.
Þuríður Harpa hefur staðið sig vel í starfi sem formaður hingað til og hefur hótað því að málaferlum verði hrundið af stað en þar sem ÖBÍ getur það ekki upp á eigin spýtur fyrir hönd sinna félaga þá verður það að vera öryrki sem höfðar málið fyrir sína hönd þó svo ÖBÍ standi að baki þeim sem það gerir og sjái um að setja málið í farveg og standa straum að kostnaði við málaferlin.
Hætt er þó við því að svona málaferli taki langan tíma og að íslenskir dómstólar muni, (eins og venjan er) standa með stjórnvöldum á öllum dómsstigum.
Eina leiðin væri að keyra þetta áfram, hvað svo langan tíma sem það tekur og áfrýja á öllum dómsstigum þangað til hægt er að keyra málið til mannréttindadómstólsins, enda ætti öllum að vera ljóst að þjófnaður og skattlagning með þeim hætti sem skerðingarákvæðin eru fyrir öryrkja og aldraða, ekkert annað en hreint og klárt mannréttindabrot.
Það er nú eða aldrei að keyra málaferlin í gang.