Það virðist vera sama hvað það er hamrað á því stjórnmálamenn á Skrípaskeri, (íslandi) hvernig öryrkjar og aldraðir eru hlunfarnir af Tryggingastofnun, þá hlusta þeir aldrei á staðreyndir en vísa stöðugt í tölur sem engin annar virðist geta fundið nema þeir sjálfir í einhverjum leynilegu exelskjölum sem aldrei koma fyrir almenningssjónir.
Eitt af því sem þeir eru fjandanum duglegri við er að miða alltaf við hámarksupphæðir en ekki tölurnar um útborgaðar bætur eftir skatta og skerðingar sem væri náttúrulega eðlilegast þegar kemur að umræðu um ráðstöfunartekjur þessara hópa því staðreyndin er sú að það eiga ekkert allir rétt á þeim uppbótum og viðbótum sem þessir stjórnmálamenn tala um. Raunverulega útborgaðar bætur til öryrkja sem hefur engar aðrar tekjur og býr með öðrum eru að hámarki 197. þúsund krónur á mánuði.
Punktur og basta með það.
Nú skulum við skoða dæmi um öryrkja sem fer í vinnu og þénar 100. þúsund krónur á mánuði, brúttó en innlegg í umræum á Facebook komu mér á þetta spor og þegar ég las þetta ásamt skýringum, féllust mér hreinlega hendur. Þetta er allt sett fram myndrænt og útskýrt með tenglinum hér að neðan.
Ég dundaði mer við að reikna upp 100þ. tekjur
100þ. fyrir skatt, skattkort í fullri nýtingu hjá Tr.
Húsnæðisbætur eru tekjutengdar (fyrir skatt)ég reiknaði ekki inn ferðakostnað til og frá vinnu
Ég fæ í veskið af þessum 100þ. 7796 krónur
Hugsið ykkur rányrkjuna sem er stunduð kerfisbundið af veikasta fólki landsins ef það gerir minnstu tilraun til að auka tekjur sínar á kostnað heilsu sinnar og bæta afkomuna. 7.796 krónur standa eftir og það er ekki einu sinni fyrir rekstri á bíl í og úr vinnu hvað þá heldur meira.
Þetta er ekkert annað en kerfisbundin þjófnaður, svo ekki sé sterkar til orða tekið.
Haldið þið að launafólk mundi sætta sig við að það yrði komið svona fram við það ef það nældi sér smá aukatekjur með annari vinnu?