Mig langar að benda öryrkjum og ellilífeyrisþegum á að fara vel yfir tekjuáætlun næsta árs hjá TR.is, Tryggur.is eða hreinlega fara til næsta umboðsmanns TR og fara vel yfir áætlun næsta árs. Ástæða þess að ég hvet fólk til að gera þetta er sú að í mínum útreikningum fyrir næsta ár var áætlað á mig 400. þúsund króna tekjur af ríkisskuldabréfum og einhver haugur af krónum í fjármagnstekjuskatt. Tölur sem ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum heldur eru einhver furðulegur uppspuni hjá TR sem ég get engan veginn skilið.
Ekki fresta því að skoða þetta því það gæti komið þér í koll seinna meir.