Öryrkja neitað um fjárhagsaðstoð til að jarða barnið sitt

✞ Aron Hlynur Aðalheiðarson ✞ F. 07.03.2012 D. 04.07.2016

✞ Aron Hlynur Aðalheiðarson ✞
F. 07.03.2012 D. 04.07.2016

Aðalheiður Davíðsdóttir skrifar á Facebooksíðu sína:

„✞ Aron Hlynur Aðalheiðarson ✞
F. 07.03.2012 D. 04.07.2016
Elskulegur sonur minn verður jarðsettur frá Lindakirkju Fimmtudaginn 14. Júlí kl.13.00 💙
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð sem stofnaður var í minningu hans: 0537-14-407916 kt 261083-3969
Það sem safnast inn á sjóðinn, mun fara til styrktar á tækjakaupum fyrir börn með taugasjúkdóma og langveik börn.💙“

Það er fátt, ef þá nokkuð sem er erfiðara og sársaukafyllra fyrir foreldri en að þurfa að jarða barnið sitt.  Það upplifir ung kona, Aðalheiður Davíðsdóttir, í dag sem er 75% öryrki og aðeins með skertar tekjur frá ríkinu, Tryggingastofnun Ríkisins, en hún hefur allsstaðar komið að lokuðum dyrum í kerfinu þegar hún hefur reynt að fá fjárhagsaðstoð til að hún geti jarðsett fjögurra ára son sinn, Aron Hlyn Aðalheiðarson, sem lést þann 4. júlí síðastliðin en er jarðsettur í dag kl 13.00 frá Lindakirkju í Kópavogi.

Hún segir frá því að henni hafi allsstaðar verið hent á dyr þar sem hún hefur leitað eftir fjárhagsaðstoð og það er átakanlegt að sjá hvað kerfið er forpokað og lokað fyrir fátæka foreldra þegar það raunverulega þarfnast aðstoðar mitt í þeirri gífurlega andlega álagi sem fylgir því að missa barnið sitt, hvort heldur það er vegna langvarandi sjúkdóma, veikinda eða af öðrum orsökum.
Það þekki ég sjálfur af eigin raun og því finn ég mikið til með þessari ungu konu sem nú þarf að leita til almennings eftir fjárhagsaðstoð vegna fráfall sonar hennar.

Þetta segir okkur svart á hvítu í hverslags óefni er komið hjá því fólki sem þarf að komast af á tekjum frá ríkinu og sveitarfélögum.
Hversu ómanneskjulegt kerfið er orðið og hvað lítið tillit er tekið til þeirra einstaklinga sem þurfa á beinum fjárhagslegum stuðningi að halda því á meðan topparnir í þjóðfélaginu hækka um tugi og hundruð þúsunda, jafnvel mörg ár aftur í tíman sitja sjúkir og aldraðir eftir með tekjur sem eru langt undir viðmiðunarmörkum sem skilgreina hvar fátæktarmörkin liggja og þingmenn og ráðherrar sem sjá um þessa málaflokka láta sem þeim komi þetta ekkert við, brjóta lög og mannréttindi á þessum hópum og hrósa sér svo í fjölmiðlum og á opinberum vettvöngum um sín góðu störf í þágu almennings í landinu.

Við slíkri framkomu og annarri eins hræsni er aðeins til eitt ráð.
Koma þessu fólki frá völdum hið snarast enda hefur það sýnt og sannað æ ofan í æ, að það er ekki hæft til að starfa fyrir almenning í landinu.

Aðalheiður Davíðsdóttir.
Ég votta þér mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls sonar þíns og ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að leggja smá upphæð inn á styrktarreikning þinn til að létta undir með þér.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Updated: 14. júlí 2016 — 22:06