Opið bréf til Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar

Svona er líka gargað úr ræðustól Alþingis. MYND: Gunnar Karlsson.

Svona er líka gargað úr ræðustól Alþingis.
MYND: Gunnar Karlsson.

Sæl Vigdís.
Ég heiti Jack Hrafnkell Daníelsson og ég á og rek vefsíðuna Skandall.is þar sem ég hef skrifað margt og mikið um ýmis málefni en mest þó núna undanfarið um það sem er að gerast á alþingi og umræðurnar um fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem ríkisstjórnin reynir hvað hún getur að telja fólki trú um að allir hafi það svo rosalega gott á íslandi en allir öryrkjar, aldraðir og þeir sem eru á lægstu tekjum í landinu vita að það eru bara hreinræktaðar lygar og blekkingar.  Exel skjalablekkingar sem eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum.

Mig langar að benda þér á nokkrar einfaldar staðreyndir sem þú hefur gjörsamlega látið fram hjá þér fara í umræðum um fjárlög á alþingi undanfarið þegar þú hefur verið að væna almenning í landinu um lygar, sjá myndband hér að neðan.

Í ljósi þess sem þú segir þarna og hvernig þú talar niður til fólks sem er þér ekki sammála, sérstaklega öryrkja og aldraðra um þessar mundir, þá langar mig að benda þér á mjög einfalda staðreynd.
Allar tölur og allar töflur sem vitnað er í þessum pistli hérna, sem og þessum hér, eru fengnar frá velferðarráðuneytinu, Tryggingastofnun Ríkisins, Hagstofu Íslands og síðast en ekki síst, frá fjármálaráðaneytinu.  Öryrkjabandalag íslands tók þetta saman fyrir kynningafund sem haldinn var á Grandhótel 21. nóvember síðastaliðin einmitt til að hægt væri að sanna með staðreyndum það fals og þær lygar sem renna út úr þingmönnum og ráðherrum stjórnarflokkana, bæði í ræðum og í ritum.

Það er þyngra en tárum taki að reyna að kenna þér kurteisi í framkomu þinni á alþingi og hvernig þú talar til fólks í þessu landi sem er ósammála þér.  Það er hreint út sagt til háborinar skammar að þú skulir yfir höfuð sitja á þingi og þess þá heldur að þú skulir sitja sem formaður fjárlaganefndar er bara hreint út sagt ógeðslegt.
Í öllum siðmentuðum löndum væri búið að krefjast afsagnar þinnar, bæði sem formður nefndarinar sem og sem alþingismanns því framkoma þín og hegðun er alþingi og þjóðinni til háborinar skammar á allann hátt.

Ég sem kjósandi i þessu landi hugsa til þess með hryllingi að þú og fleir af þínu sauðahúsi með svipaða hegðun og framkomu eigi eftir að komast inn á alþingi í framtíðinni því það ert þú sem dregur niður alla virðingu fyrir þessari stofnun með hegðun þinni, frekju, hortugheitum og sjálfumgleði.

Ég verð á Austurvelli mánudaginn 14. desember ásamt fleiri öryrkjum að berjast fyrir kjörum okkar og um leið ætla ég að berjast fyrir því að þú verðir neydd til afsagnar sem formaður fjárlaganefndar enda er það sýnt og sannað að þú veldur þessu embætti ekki og kannt ekkert með vald þitt að fara því sá dónaskapur sem þú sýnir gestum nefdnarinar er þér og þínum flokki öllum til háborinar skammar.

Með kveðju og ekki snefil af virðingu fyrir þér, Jack Hrafnkell Daníelsson.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir