Ólöglegt niðurhal er ekki til. Áróður lygarana sem fjölmiðlar éta hrátt

Ólöglegt niðurhal er ekki til.

Ólöglegt niðurhal er ekki til.

Það er hreint ótrúlegt að hlusta á fréttamenn éta upp og hamast á orðunum „ólöglegt niðurhal“.
Ólöglegt niðurhal er ekki til.
Þeir sem halda slíku fram eru að fara með ósannindi, hreinar og klárar lygar.  Annað hvort er það af vanþekkingu eða af hreinni og klárri þörf fyrir að ljúga að almenningi til að koma í veg fyrir að fólk sæki sér efni af Internetinu.  Smáis hefur staðið fyrir þessum lyga og hræðslu áróðri árum saman til að koma í veg fyrir að fólk sæki höfundarréttarvarið efni á netið.
Fréttamenn þurfa að fara að kynna sér lagasetningarnar í kringum höfundarrétt og netnotkunn áður en þeir verða sér til meiri skammar en orðið er.

Fólki er heimilt að niðurhala hverju sem er af Internetinu sem þar hefur verið sett inn en hins vegar eru til lög sem banna dreifingu höfundarréttarvarins efnis á Internetinu.

Þar segir meðal annars í lögum um höfundarrétt.

46. gr. [Óheimil er eftirgerð og hvers kyns dreifing til almennings á myndritum og hljóðritum, þar á meðal hljómplötum, án samþykkis framleiðanda uns liðin eru 50 ár frá næstu áramótum eftir að frumupptaka var framkvæmd. Sé upptöku dreift til almennings innan greinds verndartímabils skal vernd þó haldast í 50 ár frá næstu áramótum eftir fyrstu dreifingu.“
Þó er löglegt að gera eintök til einkanota enda sé það ekki gert í atvinnuskyni.

Sjá hérna

Stutt fyrirsögn, en hún inniheldur tvær alvarlegar villur:

1. Það er ekki ólöglegt að hala niður efni. Dreifing getur hinsvegar verið ólögmæt.
2. Fullyrt er að fólk verði fyrir skaða, án þess að neinar heimildir séu fyrir því.

Sjá hérna.

Viðtalið við Baltasar er að mörgu leiti ágætt en þegar hann reyndi að varpa ábyrgð á netþjónustuaðilana og gaf í skyn að til væru „tæknilegar lausnir“. Þessar tæknilegu lausnir eru ritskoðun og það er algjörlega ólíðandi tilhugsun að ritskoðun verði innleidd til þess eins að vernda viðskiptahagsmuni fyrirtækja sem eru í vandræðum með að fóta sig í stafrænum heimi.

Þegar maður hlustar svo á viðtölin með fréttinni og þar halda fréttamenn því blákalt fram að þetta sé bannað og nota orð eins og „stuld“. Sem er bara rangt. Lagalega liggur ábyrgðin hjá þeim sem dreifir efninu, ekki þeim sem tekur við því.

Fréttamenn og þeir sem fjalla um ólöglega dreifingu á netinu þurfa að hætta alfarið að éta upp lygaáróðurinn sem hagsmunaaðilar dreifa vísvitandi þar sem þeir tala um ólöglegt niðurhal því það er ekkert ólöglegt við niðurhal, engin lög sem banna það að sækja efni á netið aðeins ólöglegt að dreifa því.

Þessi umfjöllun Kastljóss er umsjónarmönnum þess til háborinar skammar og þá sérstaklega vegna vanþekkingar þeirra á umfjöllunarefninu.
Einnig er það Baltasar og Páll Óskar sem tönlast á ólöglega niðurhalinu til vansa að tala um þjófnað þeirra sem sækja efnið á netið því þeir sækja aðeins það sem er í boði.  Þeir sem stunda ólöglega hlutann eru þeir sem stunda það að dreifa efninu.

Kvikmyndabransinn var mjög snemma að fatta að ef hann tönnlaðist á að þetta væri þjófnaður og væri ólöglegt, þá myndi fólk bara trúa því. Myndirðu stela bíl? Og svo framvegis. Miklu ódýrara að heilaþvo fólk en að fá lögunum breytt í alvörunni.
Þetta kallast áróður.  Lyga-áróður af verstu sort.
þetta er svipað og ef almenningur ræðst á eiturlyfjaneytandann fyrir að reykja sitt hass en ekki sölumann dauðans fyrir að dreifa efninu.

En þegar maður horfir á kastljósið og hvernig umsjónarmaður talar við unglingana um „þjófnað, ólöglegt niðurhal og stuld“ þá er manni gjörsamlega ofboðið.
Heimska og vanþekking umsjónarmanna er þeim til háborinar skammar og settu þáttinn niður í ruslflokk.

Updated: 15. október 2013 — 12:59