Noregur er ekki fyrirheitna landið fyrir öryrkja á íslenskum bótum

Bótaþegum sparkað af þjóðarskútunni. Mynd fengin af síðunni: Llju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra.

Bótaþegum sparkað af þjóðarskútunni.
Mynd fengin af síðunni: Llju Mósesdóttur sem næsta seðlabankastjóra.

Undanfarið hef ég verið að grúska mikið á netinu í leit minni að landi þar sem hagstætt væri fyrir öryrkjaræfil að flytjast til og satt best að segja, þá kemur Noregur hvað allra verst út fyrir þá sem ekki eru á vinnumarkaðinu en þurfa að lifa af örorkubótum frá íslandi.  Danmörk kemur heldur ekkert sérstaklega vel út heldur þrátt fyrir að verðlag þar sé mun lægra í nánast öllum tilvikum heldur en Noregur en á móti kemur að Danska og Norska krónan eru á svipðu verðlagi gagnvart íslensku krónunni.
Leiguverð á húsnæði í Noregi er líka mikið dýrara heldur en í Danmörk og ætli maður að fá sæmilega gott húsnæði þá er hending ef það finnst eitthvað sem er undir 200. þúsund íslenskum krónum í leigu.  Þá er allt annað eftir eins og rafmagn kynding og fleira sem þarf að standa straum af.

Í Danmörk er húsnæðisverð þó mun skárra og hægt að fá fínasta húsnæði fyrir 80 til 100 þús íslenskar krónur fyrir utan annan kostnað.  En það er eins og annarsstaðar, það er alltaf spurning hvort þú villt vera í stærri bæjum og borgum eða úti á landsbyggðinni hvert leiguverðið er.
Matur og aðrar nauðsynjar eru ódýrari en á íslandi, sennilega með þeim ódýrustu í Evrópu þegar maður fer að skoða málin betur.

Ég hef ekki kynnt mér mikið um þýskaland en aðeins kíkt á svæðið fyrir sunnan landamæri Danmerkur og þá aðalega Sésvík Holstein og má segja að leiguverð á húsnæði sé á svipuðu róli og í Danmörk.  Á móti kemur svo hins vegar að rafmagn, vatn og húshitun er dýrari en matur og aðrar nauðsynjar hins vegar ódýrari.

Nú veit ég um talsvert af íslendingum sem býr á Spáni og í Portúgal en það fara algerlega tvennum sögum af leiguverði í þeim löndum sem og af öllum nauðsynjum.  Það væri því fengur í því að komast yfir fleiri upplýsingar um þau lönd.

Ég fór einnig að grúska og spyrjast fyrir um leiguverð og kaupverð á húsnæði í Svíþjóð og þar komst ég sko í feitt.  Leiguverðið kom mér þægilega á óvart en kjálkarnir sigu þegar ég fór að skoða verðlag á húsnæði í Svíþjó, sérstaklega í smærri þorpum á landsbyggðinni og virtist engu máli skipta hvar í Svíþjóð mann bar niður, verðin eru svo lág að maður hélt fyrst að þetta væru allt handónýt hús sem voru í boði.  En annað átti sko eftir að koma í ljós.  þarna er hægt að fá fínasta einbýli á innan við tíu milljónir íslenskar krónur og sumstaðar allt niður í fjórar fyrir stór og falleg hús með stórum garði og fínum bílskúr.  Lánakjörin eru líka mjög góð ef fólk getur ekki staðgreitt og það er ekkert mál að standa í skilum með lánin og þau LÆKKA líka með hverri afborgun.
Þess má líka geta að Sænska krónan er mun hagstæðari heldur en sú Norska eða sú Danska, því hún er aðeins á rúmar 16 íslenskar.

Verðlag á matvöru í Svíþjóð er líka viðráðanlegt þó það sé hærra en í Danmörk og Þýskalandi en langt um lægra en í Noregi.
Það er því ljóst í mínum huga eftir allt þetta grúsk, að Noregur er ekki fyrirheitna landið fyrir öryrkja, en Svíaríki gæti með góðu móti verið það þegar hlutirnir eru settir í samhengi.

Það er alla vega mín niðurstaða þegar þetta er skoðað í samhengi við íslenskar örorkubætur.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 27. september 2014 — 21:05