Vinur minn í Fljótshlíðinni náði myndum af túrista sem ákvað að fá sér að drulla við rafmagnsstaur svo gott sem við bæjardyrnar hjá honum.
Sem von er þá varð hann ekki kátur með uppátækið, sérstaklega þegar túristinn kom heim að bænum og ætlaði að ganga þaðan upp í fjallið.
Keli fór út og tók á móti honum og las honum pistilinn og skipaði honum burt og hafa með sér lortinn. Túristinn snautaði en hirti ekki upp eftir sig né heldur fannst honum neitt athugavert við það að drulla nánast við bæjardyrnar hjá fólki.
Myndir fylgja með viðhenginu af Fésbókinni og má vel sjá þar bílnúmer bílaleigubíls sem maðurinn var á.