Í texta með meðfylgjandi mynd segir eftirfarandi: „Vanhæfur fjármálaráðherra sem vældi um hvað hann væri „mannlegur“ til að komast í ríkisstjórn.
Vanhæf ríkisstjórn og allir þar innanborðs meðtaldir.
Forsætisráðherra röflar um stórkostlegar byggingar, viðbyggingu við Alþingishúsið, hús íslenskra fræða sem hann sló útaf borðinu þegar ríkisstjórn hans tók við og nýja Valhöll á Þingvöllum meðan Reykjavík brennur, með verkföllum, ósætti og illdeilum.
Tvö ár síðan þessi stjórn tók við og loksins er Eygló að reyna að troða gegnum stjórnina og Alþingi,húsnæðisfrumvarpi sem enginn umræða hefur enn staðið um.
Öll þessi tvö ár hefur einungis verið hlúð að þeim sem allan auðinn eiga í þessu landi en ekki að þeim sem eru auður í sjálfum sér, þ.e.a.s. fólkið sem hér býr á þessu skeri, þar sem allra veðra er von en laun og velferð af skornum skammti, þó þjóðin sé ein sú ríkasta í heimi.
300.000 króna lágmarkslaun er krafan en hefur þessi ríkisstjórn verið að vinna með láglaunafólki eða almenningi, frá því hún tók við, eh NEI, bara allskonar fyrir auðmannsaumingja en ekki verið að búa til umgjörð fyrir einhverskonar nýja raunhæfa þjóðarsátt og samfélagssáttmála.“
Myndin sjálf segir svo allt sem segja þarf um það stjórnarfar sem ríkir í landinu og siðferði þeirra sem stjórna.