Misnotkun fjármálaráðherra

Manni er illa brugðið þegar maður fer á vef fjármálaráðuneytisins sem er undir aðalvef Stjórnarráðsins og þar blasir við manni einhver sá mesti fals og lygaáróður sem hægt er að hugsa sér undir fyrirsögninni:  „Stórbætt kjör eldri borgara á íslandi“.

Hvað gengur fjármálaráðherra til með svona þvættingi og ósannindum?

Ekki eru neinar tölur fremur en venjulega um hvað eldri borgarar fá greitt frá ríkinu í formi eftirlauna þó svo, eins og venjulega séu útgjöldin í krónum plús prósentum en hækkanir ellilífeyris í prósentum.

Þetta er þekktur blekkingaleikur hjá fjármálaráðherra að tala bara um hækkanir greidds lífeyris í prósentum en útgjöld ríkisins í krónum.

Það er hreint út sagt ógeðslegt að sjá svona áróður, misnotkun og falsfrétt á vef æðsta stjórnvalds landsins og megi fjármálaráðherra og allir þeir sem komu að þeirri vinnu við að útbúa þetta skjal og setja það á vefinn hafa ævarandi skömm fyrir.

Ég ætla að brjóta eigin meginreglu mína og vísa í þessa falsfrétt og hvetja fólk til að lesa þetta áróðursskjal. 

ÞIð megið deila þessu og þið megið alveg segja ykkar meiningu í kommentum hér að neðan.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 12. mars 2021 — 15:11