Meira um rányrkju TR af öldruðum og öryrkjum

Mynd: DV. Öryrkjar og einstæðir foreldrar eru þeir samfélagshópar sem mest eiga á hættu að búa við fátækt.

Mynd: DV.
Öryrkjar og einstæðir foreldrar eru þeir samfélagshópar sem mest eiga á hættu að búa við fátækt.

Í gær, 8. ágúst, skrifaði ég stuttan pistil um þá rányrkju sem Tryggingastofnun Ríkisins stundar kerfisbundið gagnvart öryrkjum og öldruðum og gerir þeim með öllu ókleyft að afla sér nokkurra tekna nema þá stunda svarta vinnu með öllum þeim göllum og allri þeirri áhættu sem það kostar fólk.
Kerfið er þannig uppbyggt í dag að þar er stunduð kerfisbundin rányrkja á þessum þjóðfélgashópum sem þegar eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum tekjulega séð og hafa enga aðra möguleika á að komast af fjárhagslega nema stunda svarta vinnu eða því miður eins og dæmin hafa sannað, fara út í vændi.

En hvernig stendur á því, að ráðuneyti það sem stýrir þessum málum og þá sér í lagi ráðherra með samþykki ríksisstjórnarinnar og alþingis skuli leyfa sér þá ósvinnu að greiða öryrkjum og öldruðum lífeyri sem er langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem ráðuneytið setur?
Það getur varla staðiðst lög eða stjórnarskrá lýðveldisins að svona vinnubrögð skuli viðgangast og einnig er það til skammar að Öryrkjabandalag Íslands og aðildarfélög þess skuli ekki vera virkari í mótmælum og baráttu fyrir því að kjör þeirra séu leiðrétt og löguð að þeim viðmiðum sem sett eru.

Við skulum aðeins ræða um þá rányrkju sem TR og ríkið stundar á öryrkjum og ellilífeyrisþegum landsins.
Í töflu sem ég tók skjáskot af í gær og birti segir meðal annars, að öryrkjar mega hafa allt að 328.800,- krónur á ári án þess að bætur TR skerðist, eða heilar 27.400,- krónur á mánuði.  Fari tekjur frá lífeyrissjóði yfir þau mörk byrja bætur TR að skerðast um krónu á móti krónu.
Þetta þýðir á mannamáli, að TR stelur um 80% af þeim lífeyristekjum sem öryrkjar fá frá lífeyrssjóðunum með vilja og vitund ráðherra og þingmanna.

Misræmi í tekjum öryrkja.

Misræmi í tekjum öryrkja.

Fari nú svo að öryrki fái vinnu sem aflar honum tekna, þá má hann hafa í atvinnutekjur 1.315.200,- krónur á ári án þess að bætur frá TR skerðist eða um 109.600,- krónur á mánuði.
Til þess að það borgi sig hreinlega fyrir öryrkja að fara út á almenna vinnumarkaðinn þarf hann því að hafa minnst í kringum 300.000,- krónur á mánuði í heildarlaun svo hann sé í raun að græða eitthvað á því að fara út á vinnumarkaðinn án þess að þurfa að borga með sér.
Ástæðan er sú, að þegar öryrkinn er farinn að þéna sem svarar því að vera á fullum bótum frá TR þá skerðast bæturnar sem því nemur.  Þá er alveg jafn gott fyrir viðkomandi að sitja heima og fá sínar 164,000,- krónur í vasann heldur en eyðileggja heilsuna á vinnu sem engum tekjum aukalega skila til framfærslu.

Meðan stjórnvöld á íslandi haga sér með þessum hætti þá blómstrar svarta hagkerfið engum til gagns og öllum til tjóns þegar á heildina er litið.

Í pistlinum frá í gær má lesa athyglisverðar umsagnir en þar segja nokkrir einstaklingar sína sögu af skerðingum TR vegna annara tekna sem þeir hafa fengið og hvernig kerfisbundið er stolið af þeim.
Skoðið það og ræðið.

Updated: 9. ágúst 2014 — 10:59