Þegar manni verða þau mistök á að deila tengli af menn.is um raunveruleg samtöl úr réttarsölum og benti, réttilega reyndar, á hvernig Brynjar Níelsson þingmaður sjallamafíunar og lögfræðingur hefur oftar en ekki svarað fólki, bæði á alþingi og á samfélagsmiðlum með skætingi og stælum eins og flestir sem eitthvað hafa fylgst með, þekkja vel.
Frægt var fyrir rúmu ári síðan þegar hann auglýsti að hann ætlaði að hætta á fésinu en gerði það með þvílíkum stæl að hann varð fyrir vikið aðhlátursefni fjölda fólks enda stöðufærslan með afbrigðum kaldhæðin, (að hans eigin mati) og heimskuleg því það var ekki honum að kenna að hann væri að hætta heldur áttu píratar alla sök á því ef marka má hans eigin orð sem hér má lesa að neðan.
Áður en ég hóf afskipti af stjórnmálum haustið 2012 var ég ekki á samskiptamiðlum og leið bara fjandi vel. Mér var hins vegar tjáð að ekki þýddi að fara í stjórnmál án þess að vera á fésbókinni, hið minnsta. Fésbókin er kjörinn vettvangur til að koma áleiðis skoðunum sínum. Mér þykir vænt um alla 5000 vini mína og líka hina sem eru í mismiklu jafnvægi en hafa mikla þörf til að segja mér til syndanna.
Samskipti á Fésbókinni eru vandmeðfarin. Kímnigáfa og skopskyn fólks er mjög mismunandi og sumir bera lítið skynbragð á kaldhæðni og þekkja bara orðið úr orðabókum. Viðbrögðin geta því verið ansi harkaleg og jafnvel ógeðfelld. Einn góður vinur minn sagði að ég gæti lagað það að mestu með því að læra að nota alla þessa bros-og skeifukarla sem í boði eru.
Ég óttast að allir þessir samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sýnist að fólk sé að mestu hætt að tala saman og einu samskiptin eru þegar verið er að sýna hvort öðru eitthvað í símanum. Kannski ekki skrítið að geðheilbrigðimál sé mesta áskorun stjórnmálanna í nánustu framtíð.
Nú er svo komið að ég ætla, af heilsufarsástæðum, að kveðja Fésbókina ,að minnsta kosti í bili. Eiginkonan mun gleðjast og kannski láta sjá sig aftur á meðal fólks og margir samflokksmenn mínir munu draga úr notkun róandi lyfja ef það er ekki orðið of seint. Kannski mun hin magnaða pólitíska hreyfing Pírata ná áttum. Kraftaverkin gerast.
Ég mun örugglega sakna ykkar, kæru vinir en nú bíð ég bara eftir að einhver kenni mér að loka þessum fjanda.
Brynjar ber enga virðingu fyrir öðru fólki og siðferði er eitthvað sem hann hefur kanski lesið um en þekkir ekki af eigin raun. Gott dæmi um það er þegar hann á sínum tíma á fundi siðmenntar spurði Steinunni Þóru Árnadóttur hvort hann mætti kyssa hana. Ástæðan var að Brynjari líkað vel málflutningur Steinunnar.
En er svona hegðun viðeigandi?
Alls ekki og hún er dæmigerð fyrir „búllíinn“, ofsækjandann, eineltisgaurinn sem heldur að hann komist upp með hvaða hegðun sem er, hvenær sem er gegn hverjum sem er. Það var því mest niðurlægjandi fyrir hann sjálfan að til er upptaka af fundinum og hegðun Brynjars.
Þó hann hafi beðist afsökunar í fésbókarfærslu þá er hún algjörlega marklaus því hann gerði það ekki fyrr en búið var að flytja fréttir af málinu og hann sá sig tilneyddann til að gera tilraun til að réttlæta sig eins og stöðufærslan sýnir.
Hvað maður segir og gerir tekur oftast mið af eigin veruleika. Mér varð á á pólitískum fundi í gær að lýsa yfir ánægju með málflutning Steinunnar Þóru með því að spyrja hana hvort ég mætti kyssa hana. Með þeim hætti var ég að slá á létta strengi og hélt að öllum væri ljóst að ekkert annað lægi að baki.
Hins vegar eftir á að hyggja mátti mér vera ljóst, sérstaklega í ljósi umræðunnar í samfélaginu, að þetta kynni sumum að finnast óviðeigandi. Þegar ég vissi að Steinunni Þóru hefði fundist þetta óþægilegt hafði ég strax samband við hana og baðst velvirðingar á þessum orðum mínum.
Segja má að þessi kerskni hafi verið misheppnuð sem ég biðst velvirðingar á og mun örugglega læra af.
Upphafsorðin í stöðufærslunni segja líka ansi mikið um manninn. „Maður tekur mið af eigin veruleika“.
Þetta segir svo mikið um manninn og hans hugarheim að það þarf ekkert að fara nánar út í það. Hann einfaldlega getur ekki séð inn í veruleika annara né sett sig í þeirra spor eða aðstæður og gerir hann fyrir vikið gjörsamlega óhæfan sem fulltrúa á alþingi íslendinga.
Það sanna líka ítrekuð rifrildi hans við almenning sem vogar sér að vera á móti hans skoðunum eða flokksins eina og hann lendir ítrekað í rifrildi við fólk sem er honum ekki sammála, hæðist að því og kallar það öllum illum nöfnum ef svo ber undir. Það þekki ég af eigin raun og ætla að setja inn nokkrar myndir og vísa í þá umræðu sem fram fór í kjölfarið á deilingu minni á greininni af menn.is.
Myndirnar hér fyrir neðan eru af fésbókinni minni en það eru fleiri svör sem fólk getur séð með því að smella hérna.
Neðst er svo ágætis myndband þar sem Brynjar er tekinn fyrir og honum lýst nákvæmlega eins og hann er.
Myndbandi hér að neðan held ég að sé ágætis og raunhæf lýsing á Byrnjari enda er það hann sjálfur sem kemur sér alltaf í vandræði með yfirgangi sínum, hrokafullum svörum til fólks og geta aldrei gert sér grein fyrir því að hann er opinber persóna sem á að vera að vinna fyrir land og þjóð en ekki auðvaldið og mafíuna.
ÞIngmenn sem eru ekki vandir að virðingu sinni og koma fram við almenning í landinu eins og skítinn undir skóm sínum eru ekki fulltrúar fólksins í landinu og það getur enginn borið virðingu fyrir slíkum þingmönnum.
Skolpdýr eins og Brynjar Níelsson eiga ekki að vera fulltrúar fólks eða flokka á alþingi og þeir sem kjósa svona illa gerða einsatklinga á þing ætti hreinlega að svifta kosningarétti því þeir hafa hvorki vit né getu til að kjósa sér fulltrúa til að fara með valdið.