Bjarni Benediktsson hefur nú í nokkrar vikur ákveðið að aðhafast ekkert í því máli hvort skattrannsóknarstjóri eigi að kaupa gögn um íslendinga sem eiga fjármuni í skattaskjólum erlendis.
Margir hafa furðað sig á því af hverju ekki hefur verið gengið í að kaupa þessi gögn en alveg óvænt datt lausnin á því upp í hendurnar á fjölmiðlum úr óvæntustu átt, nefnilega frá nefndum Bjarna sjálfum.
Það merkilega kom nefnilega í ljós þegar 31.2% hlutur Landsbanka Íslands var seldur bak við tjöldin að kaupandinn var enginn annar en Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Ben. Þessi sami Einar reyndi á sínum tíma að koma nærri einum milljarði úr landi og í skattaskjól eftir að hann seldi hlutabréf í Glitni árið 2007 og hagnaðist þar með um tæpa 2,5 milljarða króna.
Bjarni og Einar voru báðir stórir í Vafningsmálinu á sínum tíma og má alveg gera að því skókna að Bjarni kæri sig ekkert um það að þessi gögn úr skattaskjólum komi fyrir augu almennings því allar líkur eru nefnilega á því að nafnið hans sé í þessum gögnum.
Eina leiðin virist vera til að komast yfir þessi gögn, er að almenningur hefji söfnun til að hægt verði að kaupa þessi gögn og setja þau fyrir sjónir almennings því það er öruggt að Bjarni hefur eitthvað að fela.
Meinhornið þakkar lesturinn.