Lögbrot stjórnvalda gagnvart lífeyrisþegum, #1

Fyrsta grein almannatrygginga.

Hvað eftir annað hefur verið bent á það að stjórnvöld brjóti lög og stjórnarskrárákvæði gagnvart lífeyrisþegum á íslandi en algjörlega fyrir daufum eyrum þingmanna og ráðherra árum saman.
Skerðingar sem settar voru á bætur almannatrygginga vegna annara launa, uppbóta, búsetu eða lífeyrisgreiðsla eru taldar ólögmætar og loksins er það verkefni að komast af stað að fara í mál við ríkið vegna þessara skerðinga.

En það er fleira sem telur því það er alveg kristaltært að stjórnvöld hafa brotið lög almannatrygginga í mörg ár með því að hunsa algjörlega fyrstu grein lagana þar sem segir skýrt:

[1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem lögin taka til og þess þurfa bætur og aðrar greiðslur vegna elli, örorku og framfærslu barna, eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.
Með bótum og greiðslum skv. 1. mgr., ásamt þjónustu og aðstoð sem kveðið er á um í öðrum lögum, skal stuðlað að því að þeir sem lögin taka til geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi.] 1) 

Það ætti öllum að vera ljóst sem lesa þessa einföldu lagagrein að stjórnvöld síðustu 10 ára hafa með aðgerðum sínum verðið að brjóta fyrstu grein laga um almannatryggingar með því að skammta lífeyrisþegum minna en dugar þeim til framfæslu ásamt því mannréttinda og lögbroti að stela af þeim öllum aukatekjum og jafnvel uppbótum á lífeyrin sem þeir mögulega geta komið höndum yfir.

Við þurfum öll að vera dugleg að benda þingmönnum á þessa staðreynd og gera það daglega þangað til að bóta upphæðirnar verða leiðréttar þannig að fólk geti lifað því lífi sem lögin segja til um.

Deilið þessu sem víðast.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa