Fyrir síðustu kosningar sendi Bjarni Benediktsson bréf til allra eldri borgara landsins þar sem hann týndi til og setti saman loforðalista kæmist Sjálfstæðisflokkurinn til áhrifa eftir kosningarnar 2013.
Þetta bréf gengur nú ljósum logum um samfélagsmiðla til áminningar til allra eldri borgara að kjósa ekki yfir sig svikara sem standa ekki við gefin loforð. Með því að smella á myndina af bréfinu má sjá það í fullri stærð og lesa þar með innihald þess.
Það var spítukofasnillingurinn í Grindavík, Björn Birgisson sem upphaflega setti þetta bréf í umferð og hafa á annað hundrað manns deilt því á Facebook nú þegar ásamt þeim texta sem Björn skrifaði með því og er hér að neðan.
Sendi þetta rúmlega 3ja ára bréf frá Bjarna Benediktssyni á fjóra þingmenn XD flokksins í Suður – og Suðvesturkjördæmi, þeir eru Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Bjarnason ogVilhjálmur Árnason, gat ekki sent það á Ragnheiði Elínu. Með einfaldri spurningu: Sæll! Hvernig líst þér á þetta bréf frá formanninum. Er ekki betra að standa við orð sín?
Skrítið?
Þeir bara svara ekki! – Ekki enn alla vega!
Einhver kverúlant tekur að sér að svara fyrir Ásmund – en ég var einfaldlega ekki að spyrja hann um neitt!
Hvað um það!
Leiðist ekkert að síhöggva í sama knérunn!
Kæru vinir!
Bið ykkur nú ekki um margt!
En hér er bón til ykkar!
Deilið þessu bréfi – með stefnu Bjarna Benediktssonar fyrir síðustu kosningar – og biðjið alla ykkar FB vini að hugleiða hverjar efndirnar hafa verið – og reyna að rifja upp tillöguflutninginn í þá áttina! – Sem að mínu mati er nákvæmlega enginn!
Koma svo – deilið og hjálpið til við að upplýsa um þessi augljóslega sviknu kosningaloforð.
Því fleiri sem átta sig á þessu – því betra!
Deilið!
Fleiri orð þarf vart að hafa um innihald bréfsins eða þær efndir sem Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn hafa komið í framkvæmd því staðreyndirnar í þeim efnum tala algjörlega fyrir sig sjálfar.
Hvetjum sem flesta að kynna sér efni bréfsins og efndirnar, sem eru nákvæmlega engar, áður en það ákveður að láta ljúga að sér í komandi kosningum. Það er nefnilega mjög líklegt að Bjarni sjái sér hag í því að dusta rykið af þessu bréfi og senda það aftur í haust til eldri borgara í þeirri einlægu trú að gamalt fólk sé heimskt og minnislaust.
Góðar stundir.