Listamenn og lífeyrisþegar

Það er athyglisvert að sjá hvernig stjórnvöld mismuna þegnum sínum þegar kemur að „launahækkunum“ hjá þeim hópum sem eru undir náð og miskunn þeirra komin.
Las í fréttablaðinu að nú á að hækka laun listamanna á árinu um áttatíu þúsund og jafnvel meira til samræmis við launa og verðlagsþróun.

Ekki njóta öryrkjar og eldri borgarar þessa lúxus, þeir fá bara sín 3,6 prósent um áramót, 69. grein laga um almannatryggingar enn einu sinni brotin þar sem segir skýrt og greinilega að bætur almannatrygginga skuli hækka samkvæmt launaþróun en aldrei minna en sem nemur þróun verðlags og vísitölu í landinu.

Fyrir þessum lögbrotum standa ræflarnir í fjármála og forsætisráðaneytinu og enginn þorir að æmta eða skræmta á hinu lága alþingi, hvað þá heldur að kæra þessa lögbrjóta sem neyða fólk til að lifa á bótum sem duga engan veginn fyrir framfærslu.

Stjórnarandstaðan er samansafn einstaklinga sem eru ófærir í því að sýna minnstu samstöðu í því að berja á lögbrjótunum og gera þá ábyrga fyrir gjörðum sínum.

Aumingjaskapurinn er algjör.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 13. janúar 2022 — 10:26