Þegar lífeyrisþegar, öryrkjar og aldraðir á íslandi eru farnir að spyrjast fyrir í hópum á facebook hvar ódýrast sé að lifa og hvort möguleiki sé á að komast af á bótunum í öðru landi heldur en íslandi, hvað ÆTTI það að segja ráðamönnum í landinu?
Ætti þeim ekki að vera það umhugsunarefni þegar hundruðir einstaklinga sem eru á lægstu bótum almannatryggingakerfisins eru að reyna allt sem þeir mögulega geta til að komast burt af þessu rotna spillingarskeri þar sem þeim er gjörsamlega gert ókleyft að draga fram lífið á smánarbótum frá ríkinu og lífeyrissjóðum?
Segjum sem svo, að þúsund einstaklingar fari af landi brott, einstaklingar sem fá að meðaltali 165 þúsund útborgaðar hrunkrónur á mánuði í stað þess að eyða þeim hér á landi í okurverð á húsnæði og nauðsynjum og eyddu þessum peningum erlendis.
Það gera þá fyrir þessa þúsund einstaklinga 165 milljónir á mánuði eða 1.980.000.000,- á ári. Rétt um tvo milljarða. Þetta yrðu fjármunir sem fara beint úr landi, milliliðalaust.
Fari tvö þúsund manns úr landi með þessa upphæð hver, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða.
Væri ekki nær að þessir hrokafullu siðblindingjar sem því miður stjórna þessu landi fari að sjá að sér og laga kjör þessa fólks í stað þess að hrekja það úr landi?