Riðið fyrir skóginn eða Fuck for Forest er nýjasta framtakið hjá grasrótarhreyfingu umhverfissinna sem búa saman í kommúnu í Berlín í Þýskalandi.
Í grein Bild er hópnum lýst sem aðgerðasinnum sem búa saman í einskonar kommúnu í Berlín í Þýskalandi. Þaðan framleiða þau og dreifa klámmyndum á netinu en þeir sem vilja skoða efnið þeirra verða annaðhvort að borga fyrir það eða deila sínum eigin klámmyndum á síðunni.
Þau ganga út frá því að víðtæka hugtaki að kynlíf selur og þess vegna framleiða þau klámmyndir og selja til að afla fjár fyrir umhverfisvernd.
Hefur hópurinn náð að safna um fimm hundruð þúsund evrum, sem jafngildir um 80 milljónum íslenskra króna, og hefur það fé verið notað til að styrkja umhverfisverndarverkefni í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu, Ekvador og Kosta Ríka.
Í Þýskalandi er komin út heimildarmynd um hópinn sem nefnist: „Riðið fyrir skóglendið – R… fyrir regnskógana“. Myndin er eftir pólska leikstjórann Michal Mrczak þar sem hópnum er fylgt eftir.
Tommy Elligsen og Leona Johansson sem stofnuðu hópinn árið 2004 í Noregi. Er þau þekkt fyrir óhefðbundnar aðferðir til að koma umhverfisverndarsjónarmiðum sínum á framfæri, meðal annars með því að skipuleggja kynlífsviðburði á tónleikum og opinberum stöðum.
Í heimildarmyndinni kemur fram að það eru ekki allir jafn hrifnir af aðgerðum hópsins. Leikstjórinn fylgir hópnum eftir að bökkum Amasonfljótsins þar sem þau spranga um nakin en frumbyggjar á svæðinu eru ekki hrifnir af þessu athæfi þeirra og skilja ekki hvers vegna þau þurfa að vera nakin.
Stolið og stílfært af DV.is
Hér að neðan má svo sjá opinbert sýnishorn úr myndinni