Það mun víst vera ég sjálfur.
Reglulega fæ ég yfir mig allskonar yfirdrull frá fólki sem þolir það ekki að öryrkjar og ellilífeyrisþegar búsetji sig erlendis en hafi skoðanir á þjóðmálum og stjórnmálum á íslandi. Þetta fólk kallar okkur aftæur, svikara og ýmislegt sem ég ætla ekki að fjölyrða um hérna.
Ég er einfaldlega farinn að loka á svona fólk. Útiloka það af samfélagsmiðlum og hvar sem það kemur til að drulla yfir mann í vanþekkingu sinni, heimsku og sjáflsupphafningu því ég nenni ekki og hef ekki orku í að rífast við fávita sem taka engum rökum eða skynsemi.
Vissulega er alltaf best þegar ruslið fer sjálft með sig út í tunnu en stundum verður maður bara að bíta í það súra epli að fjarlæga ruslið upp á eigin spýtur.