Matvælaverð hér á landi hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og reglulega koma æðstu menn í stjórn landsins fram í viðtölum og slá því fram að á íslandi sé matvælaverð það lægsta í allri evrópu.
Þetta komast þeir upp með hvað eftir annað án þess að hafa nokkuð fram að færa, orðum sínum til sönnunar og það sem þó er allra verst, fréttamenn gleypa þetta hrátt og athugasemdalaust og slengja því í andlitið á áhorfendum, lesendum og hlustendum viðkomandi fjölmiðla eins og um heilagan sannleika sé að ræða.
Myndin hér til hliðar er úr skýrslu sem kom út í fyrra og þar kemur líka í ljós, að laun til framfærslu á íslandi eru með þeim lægstu í Evrópu.
Ég er orðinn þreyttur á þessu enda bjó ég sjálfur erlendis í fjögur ár og það var kjaftshögg að koma heim til íslands og finna á eigin skinni hvað matur og aðrar nauðsynjar voru miklu dýrari heldur en úti og þessi rúmlega þrjú ár sem ég hef búið hér, hefur allt hækkað nema ölmusan fyrir okkur aumingjana.
Nú ætla ég því að biðla til þeirra sem búa erlendis að gera mér greiða. Greiða sem kanski kemur vitinu fyrir fréttamenn vissra fjölmiðla sem nenna illa að vinna sína vinnu almennilega og biðja þig lesandi góður sem býrð erlendis, að skanna inn kassakvittunina eða taka góða mynd af henni þar sem verðin sjást vel því ég ætla að taka saman verð á nauðsynjavörum erlendis og reka þetta ofan í lygarana sem halda fram þessu rakalausa bulli.
Best væri að fá stórinnkaupin en dagleg innkaup í svona viku til 10 daga væri líka alveg vel þegið.
Það er líka allt í lagi ef fólk er úti í búð, að taka myndir af mat og nauðsynjavörum þar sem verðin sjást vel, safna þeim saman og senda mér.
Mjög gott væri þá að fá upplýsingar hvar myndirnar eru teknar, þeas. hvaða verslun og hvaða land.
Endilega sendið þetta svo til mín í tölvupósti um leið og þið hafið tök á því.
Með fyrirfram þakklæti, Jack.