Það er ekki þolandi fyrir land og lýð að hafa hér við stjórnvölin fólk sem hefur ekki getu, vilja né siðferði til að sinna stjórn landsins.
Það hefur sýnt sig hvað eftir annað að þeir ráðherrar og margir þingmenn stjórnarflokkana eru algerlega óhæfir til þess að koma nálægt stjórn landsins vegna hagsmunatengsla við fyrirtæki og eða stjórnendur þeirra, útgerðir og þó helst vegna heimsku sinnar, leti og almenns aumingjaskapar. Margir þessra einstaklinga eru hreinlega hættulegir landi og þjóð vegna skoðana sinna og tengsla við fólk sem þolir engum öðrum en sjálfu sér að totta ríkisspenan. Við sjáum það daglega í störfum þeirra sem landinu stjórna að þeir vilja allt fyrir sig og sína en ekkert vilja þeir gera til að bæta hag almennings í landinu. Öll þeirra störf vitna um það.
Meira að segja sá vesalingur og aumingi sem þessi forsætisráðherra landsins er getur ekki einu sinni sinnt sínu starfi, heldur stingur af úr landi án þess að tilkynna það til þingforseta eins og honum ber þó lagaleg skylda til.
Þessi vesalingur hefur aðeins einu sinni tekið þátt í umræðu um fyrirspurn sem beint er til hans af þeim 45 sem lagðar hafa verið fyrir.
Nei Sigmundur Davíð er einhver sá mesti aumingi sem sest hefur í ráðherrastól frá því ísland varð sjálfstætt ríki og hafa þeir þó margir verið slæmir.
Leti, aumingjaskapur og lygar hafa einkennt allan feril þessa vesalings. Á ensku er stundum sagt, „Like father like son“ og á það ágætlega við í tilfelli SDG enda á hann ekki langt að sækja það sem að framan hefur verið ritað. Siðferðið og hegðunin er sótt beint heim til föðurhúsa þessa vesalings og ræfills og hegðunin samkvæmt því.
Ragnar Árnason er einn þeirra manna sem hættulegastur er þjóðinni en hann var skipaður sérstakur ráðgjafi um efnahagsmál í Ágúst á síðasta ári af Bjarna Benediktssyni Fjármálaráðherra.
Ragnar er hagfræðiprófessor sem hefur hvað eftir annað komið fram með hugmyndir og ráðgjöf sem á sér engar stoðir í raunveruleikanum. Reiknilíkön sem hann hefur sett upp og sýnt opinberlega eru af öllum sem eitthvað vita um hagfræði og peningastjórn, umsvifalaust dæmd sem rusl.
Dæmi um það sem Ragnar hefur látið frá sér opinberlega er meðal annars þetta:
Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir kvótakerfið að sínu mati vera forsendu mikillar hagkvæmni í íslenskum sjávarútvegi. “
Ef við afnemum kvótakerfið munum við tapa tugum milljarða á hverju ári en einnig yrðu margföldunaráhrif í gegnum allt hagkerfið.“ Ragnar segir að sérfræðingar fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjármálakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum.
„Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi samdráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu. Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum.“
Svo mörg voru þau merkilegu orð þessa einkinnilega og stórhættulega prófessors í viðtali við Fréttablaðið örfáum mánuðum fyrir eitt svakalegasta efnahagshrun heillar þjóðar sem sögur fara af í mannkynssögunni.
En það er af meiru að taka því nú fyrir nokkrum dögum lét þessi gerfiprófessor frá sér fullyrðingar þess efnis að stórskaðlegt sé að ríkið niðurgreiði heilbrigðisþjónustu almennings í landinu og vísar til einhverra furðulegustu útreikninga máli sínu til stuðnings. Útreikninga sem sérfræðingar segja að enginn heilvita maður láti frá sér vilji hann láta taka mark á sér.
Síðan klikkir fjármálaráðherra út með þvi að ekkert slíkt sé á döfinni að fara út í svo harðar aðgerðir með heilbrigðiskerfið á íslandi.
Trúi því hver sem vill meðan þessi illgjarni hrotti sem Ragnar er, er ráðgjafi Bjarna í efnahagsmálum.
Við verðum að taka til okkar ráða áður en illa fer og koma þessari stjórn og pótintátum hennar frá völdum eins fljótt og auðið er ef ekki á illa að fara. Þetta fólk er allt saman gjörsamlega óhæft til að gera nokkuð að gagni því það hefur hvorki vit né gáfur eða hvað þá heldur siðferði til að gera það sem þarf að gera.
Undirskriftalista má finna hér þar sem hægt er að krefjast þess að forseti rjúfi þing og boði til kosninga. Það væri farsælast fyrir land og þjóð.