Hundruðum milljarða verður stolið af þjóðinni nái frumvarp um nýtingarrétt útgerða fram að ganga

Seinni dýfan á þessu grafi sýnir hvernig kvótakerfið fór með Færeyinga þau tvö ár sem það var við líði.

Seinni dýfan á þessu grafi sýnir hvernig kvótakerfið fór með Færeyinga þau tvö ár sem það var við líði.

Kvótakerfið sem sett var á vegna ofveiði á fiskistofnum á áttunda áratug síðustu aldar hefur ekki skilað neinum árangri þau rúmlega 30 ár sem það hefur verið við líði.  Eftir að kvótakerfið var sett á jókst brottkast á afla gífurlega og í myndbandinu hér að neðan, því fyrsta af þremur, lýsir því vel og það er sláandi að horfa á það og hlusta á alla þá aðila sem koma fram í þættinum og lýsa því hvað í raun fór fram.  Bæði hvað varðar brottkastið og eins þá staðreynd að gífurlega miklum afla var landað framhjá vikt.

Það er skylda okkar sem byggjum þetta land að krefjast þess að sú auðlind sem er verðmætasta eign okkar allra í þessu landi verði ekki sett í hendurnar á útgerðargreifunum sem koma bara til með að moka gróðanum í eigin vasa heldur standa vörð um það eina sem gefur þjóðinni raunverulegan arð.  Með því að setja nýtingarréttinn í hendur útgerðana til næstu 25 ára er verið að ræna hundruðum milljarða af þjóðinni nái það fram að ganga.  Við verðum að stoppa það áður en það verður of seint.

Fjöldinn allur af dæmum til að svindla á kvótakerfinu er rifjaður upp í þættinum og talað við menn sem þekkja til.
Þetta viðgengst enn í dag þrátt fyrir strangari reglur og betra eftirlit og verður aldrei hægt að stoppa.

Í öðrum þætti er síðan farið yfir það hvernig kerfið reyndist í Færeyjum og þar er rætt við fjölda aðila sem allir sögðu að kerfið væri ónýtt með öllu.  Stuðlaði að svindli og brottkast hafði aldrei verið verið meira auk þess sem allir fiskistofnar minnkuðu og heildarafli dróst saman.
Eftir að Færeyingar tóku upp sóknardagakerfið hefur allt verið á uppleið hjá þeim og þeir segja hiklaust að kvótakerfið hafi verið það versta sem komið hefur fyrir Færeyskan sjávarútveg því allir töpuðu á því.

Þegar maður skorðar málin út frá þessum tveim fyrstu myndböndum og ber ástandið saman við hvernig það er í dag, þá skilur maður enn betur af hverju útgerðarmenn krefjast þess að nýtingarréttur auðlindarinnar sé lengdur um 25 ár því þá þurfa þeir ekki standa skil á nema lágmarksupphæðum til þjóðarinar í formi skatta en geta síðan stungið hundruðum milljarða á ári í eigin vasa.
Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi greiddi eigendum sínum 2,7 milljarða króna í arð á síðasta ári, en félagið greiddi 1,3 milljarða í veiðigjald og sérstakt veiðigjald árið 2013, svo dæmi sé tekið.

Færeyingar tóku upp sóknardagakerfi eftir tveggja ára reynslu af kvótakerfinu og brottkastið, svindlið og allt sem því fylgdi hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Færeyingar sem talað er við í myndbandinu hér að ofan eru allir sammála um að sóknardagakerfið hafi reynst vel og gefið góða raun, fiskistofnar hafi vaxið og afli aukist og að allir hafa hagnast á þessu kerfi en ekki einhverjir örfáir vinir stjórnmálamanna og ættarvelda sem fá allan nýtingarréttinn af auðlindinni sem öll þjóðin á saman.

Í þriðja og síðasta þættinum sem hér verður tekinn inn, þá heyrist best hvernig gjörsamlega siðblindir stjórnmálamenn verja þetta handónýtt kerfi sem byggir á endalausu brottkasti og svindli á allan mögulegan hátt.
Embættismenn og opinberir strafsmenn neita því að eitthvað vandamál sé í gangi sem hægt sé að kenna kvótakerfinu um.
Þeir sem hlustuðu á Færeyingar sögðu, þá sérstaklega sjómaður sem starfaði mörg ár á íslandi, ættu að skilja hvernig ráðamenn og opinberir starfsmenn reyna að fela sannleikann þrátt fyrir að tala um að það þurfi að refsa þeim sem stunda brottkast, landa framhjá vikt og „lita“ aflann.  Ekkert hefur verið gert í að reyna að koma í veg fyrir svindlið heldur hefur allt þetta mál verið þaggað niður með öllum mögulegum ráðum.
Allir tala ráðamenn og opinberir starfsmenn um ábyrgð en enginn vill gera neitt því þeir eru að verja kerfi sem er handónýtt og hefur aldrei virkað.

Þessi þrjú myndbönd hér að ofan eru skylduáhorf fyrir þá sem vilja að þjóðin fái sinn réttmæta ágóða af fiskinum sem aflast í kringum landið í stað þess að eigendur útgerðana geti stungið miljónatugum í eigin vasa meðan ríkiskassinn er tómur og fólkið í landinu sveltur.
Þeir sem greiða sér eingöngu arð en ekki laun, greiða ekkert útsvar í heimabyggð og verða sveitarfélögin því að gríðarlegum tekjum vegna þessara einstaklinga.  Einstaklinga sem samt ætlast til þess að sveitarfélagið veiti þeim og fjölskyldum þeirra fulla þjóðnustu sbr læknisþjónustu, leikskóla, skóla og svo framvegis.
Siðferði slíkra hlýtur að vera umhugsunarefni.

Skoðum þá næst hverjir „áttu“ kvótann.
Hér að neðan er myndbrot úr fréttum stöðvar 2 frá því 24. mars árið 2010.

Af um það bil 70% kvótans á íslandsmiðum má ætla að það séu um 70 einstaklingar sem „eiga“ þann hluta.
Þorskkvótinn einn og sér er meira en 165 milljarða virði ef miðað er við þann tíma sem fréttin er sögð, eða í mars 2010.

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en langar þó að koma á farmfæri minni hugmynd um hvernig réttlátt fiskveiðikerfi ætti vera sem mundi verða til þess að koma í veg fyrir allt það svínarí sem kemur fram í myndböndunum hér að ofan.

Minar persónulegu hugmyndir að sanngjörnu og réttláttu fiskveiðikerfi.

Fyrir það fyrsta að innkalla kvótann og leggja hann niður.
Taka upp sóknardaga kerfi í stíl við það sem Færeyingar hafa núna notast við síðastliðin tíu ár með mjög góðum árangri.
Allur afli sem kemur að landi fer á markaði og er seldur á uppboði og af söluandvirðinu renna 15 til 20% í ríkissjóð sem gjald til þjóðarinnar vegna nýtingar auðlindarinar. (Þetta gjald er bara hugmynd sem slegið er fram sem hugmynd en ekki sem fastri tölu).
Efla eftirlit með löndun og viktun og þær útgerðir sem hingað til hafa landað afla í eigin verkanir geta það ekki lengur og verða því að setja allan afla á markað þar sem hæsta mögulega verð fæst fyrir hann.

Með því að einfalda kerfið með þessum hætti er öryggi smábátasjómanna tryggt því þetta gerir það að verkum að allir geta sótt sjóinn hvaðan sem er á landinu en þurfa ekki að leigja sér kvóta á okurverði af stórútgerðunum.
Einnig væri það þá tryggt að það gjald sem salan á fiskinum í gegnum markaði skilar rennur þangað sem það á að fara, til þjóðarinar en ekki í vasa útgerðargreifana.

Ég kalla eftir skynsömum umræðum um þetta mál því í ljósi þeirra breytinga sem stendur til að gera á alþingi fyrir jólafrí, þá verður að stöðva þá rányrkju sem Sigurður Ingi, sjálvarútvegsráðherra, ætlar að koma á með því að lengja nýtingarréttinn á auðlindinni til stórútgerðana.
Það bara má ekki gerast.

Heimildir:

Lára Hanna Einarsdóttir hefur klippt öll myndbönd sem eru í þessum pistli og hlaðið upp á Youtube rás sína.  Hafi hún þakkir fyrir það.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 2. desember 2015 — 22:23