Ég ætla ekkert að hafa mörg orð um þetta en aldrei fyrr hef ég orðið vitni að annari eins hræsni og hjá hálf-innanríkisráðherra við setningu kirkjuþings á liðnum dögum.
Þar stígur þessi aumingjans, siðlausa kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir, á stokk og grætur sínum stórfenglegu krókódílatárum þegar hún kallar eftir trausti almennings.
Það verður að játast að mér hreinlega flökraði við málflutningi hennar en þar segir hún meðal annars:
Opinber umræða eins og hún blasir við okkur flestum er oft afar hörð, afar óvæginn og þungbær fyrir marga. Svo þungbær að á köflum hljótum við að velta því fyrir okkur hvort sumt af hinni opinberu, daglegu umræðu er jafnvel ekki við hæfi viðkvæmra, jafnvel ekki við hæfi barnanna okkar, jafnvel ekki boðleg börnunum okkar og jafnvel á þeim stað að við viljum eftir fréttatíma í útvarpi eða sjónvarpi eða eftir lestur á vefsíðum, setjast niður með börnunum okkar og reyna að telja þeim trú um það að það sé fleira sem sameinar okkur en sundrar.
Hér er hægt að hlusta á ræðu Hönnu Birnu.
Það er sagt að ekki sé hægt að segja siðlausum til eigin synda og á það svo sannarlega við um Hönnu Birnu. Hún hefur orðið uppvís að því að ljúga blákalt að þingi og þjóð og hegðun hennar gagnvart Stefáni Eiríkssyni og umboðsmanni alþingis vegna rannóknar á lekanum fræga úr ráðuneyti hennar, svo ekki sé nú talað um framkomu hennar og hegðun í fjölmiðlum, hrokan, frekjuna og ósvífnina sem hún sýnir af sér.
Virðing og traust er eitthvað sem fólk vinnur sér inn með heiðarlegri framkomu og sannsögli svo fátt eitt sé nefnt en þegar fólk sýnir af sér slíka hegðun sem Hanna Birna hefur gert undanfarin misseri, þá er ljóst öllum þeim sem fylgst hafa með að hún nýtur hvorugs.
Hún hefur sjálf séð um að rýja sig öllu trausti algerlega hjálparlaust.
Nær væri fyrir Hönnu Birnu aðhorfa á bjálkann í eigin auga í stað þess að einblína á flísina í annara augum.
Traust og virðingu þarf að ávinna sér.
Það er ekki meðfætt eða keypt.
Hún hefur sjálf séð um að rústa því trausti sem hún hafði.
Það gerði það enginn fyrir hana.
Því fyrr sem þú, Hanna Birna, opnar augun og horfist í augu við sjálfa þig, hegðun þína og framkomu gagnvart þjóðinni og kollegum þínum á alþingi og lærir auðmýkt og lærir að biðjast afsökunar á því sem þú gerir rangt, þá kanski. En aðeins kanski, getur þú öðlast traust og virðingu á ný.
Þangað til ertu rúin öllu slíku og það besta sem þú gerðir fyrir sjálfa þig, þingið, ríkisstjórnina og fólkið í landinu væri að segja af þér.