Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Guðlaugur Þór.
Guðlaugur Þór.

Það er gjörsamlega að bera í bakkafullann lækinn að tala um stjórnmál á íslandi, hræsnina, lygarnar og sjálfumgleði þeirra sem stjórna landinu um þessar mundir en ég get ekki haldið mér saman þegar þeir sem bera hina raunverulegu ábyrgð á efnahagshruninu stíga fram og slengja því framan í almeninning að þeir séu svo góðir og hugulsamir við skattgreiðendur í landinu að þeir vilji ekki að þeir, skattgreiðendur sko, greiði 1.400 miljónir fyrir rannsóknir á því sem olli hruninu.
Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar sté fram í gær og sannaði fyrir alþjóð að hann er hræsnari dagsins, ef ekki bara vikunar.  Í fréttum stöðvar tvö í gær hélt hann því fram að leysa þyrfti núverandi nefndir upp og stofna nýjar til að fara yfir ástæður hrunsins.

Í minnisblaði sem lagt var fram á fundi fjárlaganefndar í morgun kemur fram að kostnaður vegna rannsóknar á falli sparisjóðanna á þessu ári, nemi tæpum 130 milljónum króna, en ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu vegna þessa í fjárlögum ársins 2014.
Það sem vekur athygli manns þegar að maður skoðar þetta, er að það er eins og menn læri ekki neitt. Það voru gerð mistök hvað varðar áætlanagerð og eftirfylgni og eftirlit Alþingis í fyrstu skýrslunni, í annarri skýrslunni og svo sannarlega í þriðju skýrslunni. Þetta er ótrúlegt mál og það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar að menn gera mistök og fara fram úr áætlunum, en það er ennþá verra þegar að menn læra ekkert af mistökunum,” segirGuðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Þessar ágætu skýrslur sem vitnað er til þarna eru nú einmitt skýrslur sem sýna hvernig stjórnarfarið var á árunum fyrir hrun þegar nefndur Guðlagur var þingmaður og um tíma ráðherra í einni þeirra ríkisstjórna sem áttu sök á hruninu.
Ekki nema von að hann vilji hætta rannsóknum og leggja nefndirnar niður þar sem hans þáttur í hruninu gæti mögulega komið fram.
Segja síðan að þetta sé til að spara skattgreiðendum peninga er nátttúrulega ekkert annað en hræsni aumingjans til að upphefja sjálfan sig.

Samsett mynd: Hannes framan við helgidóminn á heimili sínu hvar hann biðst fyrir í fjóra tíma á degi hverjum.  Hann á einnig ferðaaltari.
Samsett mynd:
Hannes framan við helgidóminn á heimili sínu hvar hann biðst fyrir í fjóra tíma á degi hverjum. Hann á einnig ferðaaltari.

Ofan á allt saman er svo búið að verja 10 miljónum, þökk sé Bjarna Ben, til að einn versti sögufalsari og ritþjófur samtímans fái nú að semja skáldsögu, það er að semja skýrslu um ástæður efnahagshrunsins út frá sýn náhirðar Davíðs&Co.  Það verður hvítþvottur á ensku.

Guðlaugur Þór setur svo lokahnykkinn á orð sín með því að segja að þeir sem borgi fyrir bruðlið fyrir yfirkeyrslu rannsóknarnefndar alþingis séu skattgreiðendur.
Rannsóknarskýrsla Alþingis kostaði semsagt 454 milljónir.
Þeim peningum var vel varið, enda sú skýrsla mjög vönduð, vel unnin og lýsir vel þeim aðdraganda sem leiddi til efnahagshruns hér.  Það þarf í raun ekkert að koma á óvart að hr. Guðlaugur Þór vilji sporna við ,,eftirlitsiðnaðinum”.  Það var nú einmitt skortur á slíkum iðnaði sem leiddi til hrunsins hérna og rétt er hjá hr. Guðlaugi er hann segir að menn hafi ekki lært neitt.  Ef við tökum bara Sjallaflokkinn sem dæmi, þá virðast þeir hreinlega ekkert hafa lært af hruninu.  Báðu þjóðina aldrei afsökunar á því, eða notuðu téða rannsóknarskýrslu til hliðsjónar bættu stjórnarfari, þvert á móti var þessari skýrslu hreinlega hent í tætarann er Hrunverjar komust hér til valda á ný á vördögum 2013.
Og það er rétt hjá hr. Guðlaugi Þór að skattgreiðendur eigi betra skilið.
Já, þeir eiga skilið eitthvað annað en ríkisstjórn Hrunverja.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni