Holdgerfingar hræsninnar

Holdgefingur hræsninar.

Holdgefingur hræsninar.

Öll vitum við að nú eru að fara í hönd átök á vinnumarkaði þar sem samið verður um kaup og kjör almennings fyrir vinnu sína.
Allir vilja fá sanngjörn laun sem þeir geta lifað af og það eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, að lægstu dagvinnulaun séu ekki verri en svo að þau dugi fólki til sæmilegrar afkomu og að fólk hafi í sig og á.
Síðustu 25 ár er það því miður staðreynd sem ekki verður hægt að neita, að kaupmáttur almennra launa hefur stöðugt verið að lækka þó svo stjórnvöld og hagfræðingar segi annað enda er það háttur þeirra að miða alltaf við meðaltalslaun en passa sig á að horfa aldrei til ákveðina tekjuhópa hvað þetta varðar.  Með því að gera þetta eins og er gert, að taka öll laun í landinu og reikna út meðaltalið verður útkoman hagstæð fyrir atvinnurekendur og stjórnvöld sem hjakka í sama farinu ár eftir ár þegar kemur að launakröfum þeirra lægst launuðu, að laun þeirra verða að vera hófstillt og megi ekki vera meira en 3 til 3,5 prósentustig því annars fari allt til fjandans.  Þetta þýðir með öðrum orðum, að þeir sem eru með rúmlega 200. þúsund í heildarlaun, hækka um kanski sex til átta þúsund krónur á mánuði og nú er staðan sú, að svona útreikningar ganga ekki lengur.  Það þarf breyttan hugsunarhátt og verklag hjá þeim sem reikna út kaupmáttinn á kjörum þeirra sem eru með lægstu launin í dag upp í þá sem hafa 550 þúsund á mánuði í dagvinnulaun.

Laun stjórnarmanna SA sem eiga að semja um lægstu laun í landinu. Hræsni þeirra er augljós.

Laun stjórnarmanna SA sem eiga að semja um lægstu laun í landinu.
Hræsni þeirra er augljós.

En hverjum er hægt að treysta fyrir svona útreikningum?
Ekki ASÍ, það er ljóst miðað við hvernig það félag hefur hagað sér í samningaviðræðum fyrir alþýðu fólks undanfarin áratug og forstinn er ekkert annað en fjarstýrður hundsrakki Samtaka Atvinnulífsins sem geltir algerlega eftir þeirra skipun og hleypur eftir þeirra bendingum.  Þessi sami forseti er ekki einu sinni í neinum tengslum við hinn almenna launþega því hann sjálfur er með nærri áttföld laun verkafólks og getur því ekki sett sig í spor þeirra sem eru á verstu kjörunum í þessu landi.
Samt þykist hann geta talað fyrir hönd verkafólks í landinu og sagt því hvað þeim sé fyrir bestu.
Það er ein birtingarmynd hræsninar sem við sjáum reglulega.

En hvað er hræsni?  Nokkrar skilgreiningar er að finna á vísindavefnum. Hér aðeins styttar og útfærðar til að auka skilning fólks á þeim.

Helsta einkenni hræsnara er uppgerð eða blekking. Hræsnari þykist vera eitthvað annað en hann er eða þykist hafa skoðun eða trú sem hann hefur ekki í raun. Þetta gerir hann í því skyni að líta betur út í augum annarra. Hræsnari er sem sagt sá sem þykist betri en hann er.

Ef maður fordæmir aðra fyrir hegðun sem hann sjálfur er sekur um og afneitar því jafnframt telst hann hræsnari þar sem hann reynir að sýnast betri en hann í raun er.

Maður sem hefur stolið gæti til dæmis boðað trú sem fæli í sér fordæmingu á þjófum en það veltur svo á því hvort hann viðurkennir að hann sé sjálfur einn af þjófunum hvort hann telst hræsnari eða ekki.

Hræsni getur einnig lýst sér í trúariðkun, það er að fólk getur iðkað trú til að ganga í augun á öðrum án þess að það hafi hana í raun. Í slíkum tilvikum snýst hræsnin ekki um brotlega hegðun heldur um það að gera sér upp skoðanir. Hugur fylgir þar ekki máli. Að baki hræsni af þessu tagi hlýtur að búa sú hugmynd að þeir sem eru trúaðir séu einhverra hluta vegna taldir betri manneskjur eða virðingarverðari en trúleysingjarnir. Hræsnarar af þessari gerð álíta að fólk telji þá betri ef þeir eru trúræknir og þykjast þannig „betri“ með því að þykjast trúaðri en þeir eru í raun. Þetta er líka kallað skinhelgi.

Öfugt við skinhelgina mætti svo alveg hugsa sér hræsni í hina áttina í þjóðfélagi þar sem þætti ófínt að trúa. Þá mundu sumir sem í raun væru trúaðir þykjast trúlausir til að sýnast „betri“ eða „fínni.“

Svo er líka til sú gerð hræsni sem við köllum gjarnan smjaður. Smjaður snýst um að gera sér upp skoðanir í þeim tilgangi að þóknast einhverjum í von um eigin ávinning.

gráta krókódílstárum er notað í yfirfærðri merkingu um tár sem felld eru í hræsni og engin raunveruleg samúð er að baki.

Síðan eru það snobbararnir og smáborgararnir en það getur fólk kynnt sér sjálft og borið saman við fólk sem það þekkir og borið saman við skoðanir þess.
Ég ætla samt að létta fólki leitina því þessa einstaklinga sjáum við daglega á samfélagsmiðlunum.  Snobbararnir sem skrýða sig með stjörnum sem þeir eiga ekki skilið og falla margir bloggarar í þeirra hóp.  Smáborgararnir eru hins vegar þeir sem má líka kalla höfðingjasleikjur og þá sjáum við daglega á samfélagsmiðlunum, sleikjandi upp lygarnar og skrumið sem valdhafarnir í landinu senda frá sér, mærandi lygarna og svikarana í hverri stöðufærslunni eftir aðra.
Undirritaður er því miður svo óheppinn að þekkja persónulega nokkuð marga svona illa gefna einstaklinga.

Ef þið eruð ekki alveg klár á því með hræsnararna sem talið er upp hér innan gæsalappana að ofan, þá er nóg að nefna nokkur nöfn í þessu samhengi og byrjum á formanni Samtaka Atvinnulífsins, Þorsteini Víglundssyni enda er hann holdgerfingur hræsninar og eru til óteljandi dæmi þess.

Annar hræsnari sem er vel þekktur heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og ef eitthvað að þeim óteljandi dæmum þar sem hann hefur sýnt af sér ótrúlega hræsni þá má finna skýrasta og besta dæmið hérna.

Biskup Íslands hefur í seinni tíð sýnt af sér hegðun sem ekki er hægt að kalla neitt annað en hræsni.

Fjármálaráherra íslands, Bjarni Ben er líka einn af verstu hræsnurum landsins en hann ber líka þann vafasama titil að vera siðblindingi, alveg eins og kollegi hans, Sigmundur Davíð.

En nóg af þessu, fólk getur sjálft borið saman þessa hluti með því að lesa, hlusta og horfa á þá einstaklinga sem upp hafa verið taldir hérna því að lokum ætla ég að nefna þann einstakling í íslensku samfélagi sem sameinar að vera allt í senn, siðblindingi, hræsnari, smáborgari og snobbari.
Sá maður heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og ef einhver getur sagt mér að þetta sé rangt hjá mér, þá vinsamlega sendið mér línu.

Að lokum.
Ég er ekki fullkominn.  Langt í frá og ég geri mistök líka og fer kanski ekki alltaf með 100% rétt mál en þegar það gerist þá reyni ég í það minnsta að leiðrétta mistökin og biðjast afsökunnar.  Hræsnarinn, smáborgarinn eða snobbarinn kunna það ekki og þaðan af síður siðblindinginn.  Þeir halda fast við sitt og gera sig því aðeins að fíflum fyrir vikið og nærtækasta dæmið um það er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins þegar hann í Kastljósi 13. jan, var kominn ofan í holu vegna stöðufærslu sem hann reit á fésbókarsíðu sína, þá hélt hann áfram að grafa sig dýpra og dýpra í stað þess að biðjast bara afsökunnar á því að hafa gert þessa vitleysu.

Eftir stendur því að lokum sú spurning sem ég og fleiri þurfum að spyrja okkur, „Er ég hræsnari?“.
Ég er ekki dómbær á mig en ég tel mig sæmilega meðvitaðan um eigið ágæti, (á skalanum 1 til 10 tel ég mig vera í sirka 5), en kýs að þeir sem þekkja mig persónulega hafi marktækar skoðanir á því sem ég er og stend fyrir.

Læt þessu lokið í bili en hvet fólk til að líta í eigin barm áður en það dæmir einhvern.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 14. janúar 2015 — 15:46