Ég verð að segja eins og er, þá hef ég ekki nennt að fylgjast almennilega með þeim farsa í kringum lekamálið nema með öðru auganu síðustu daga enda hegðun Hönnu Birnu, Sjálfstæðisflokksins í heild sinni og yfirlýsingar fólks við játningu Gísla, hreinlega vakið hjá mér slíkan viðbjóð að mig flökrar af tilhugsuninni um allt þetta fólk sem tengist þessu og þá ekki síður þá meðvirku sem hafa keppst við að óska Gísla til hamingju og segja að hann komi sterkur til baka og annað í þeim dúr. Það fólk minnir mig á aðstandendur alkans sem er að koma heim úr meðferð og ættingjar og vinir taka á móti honum með veislu sem samanstendur af bjór og brennivíni. (Hér á að vera stór ælukall).
Það sem gerir þetta svo enn verra er dómurinn yfir Gísla.
Átta mánuðir skilorðsbundið til tveggja ára.
Er þetta ekki eitthvað fokking grín?
Svo var hann ekki einu sinni dæmdur fyrir skjalafalsið.
Flokkurinn hlýtur að verðlauna ræfilinn í framhaldinu með feitri stöðu og ofurlaunum eins og hans er vani þegar einhver þarf að taka á sig sök annara.
Nóg af þessu.
Tvö verkföll eru í gangi en heyrist lítið af þeirri kjarabaráttu.
Stjórnvöld og atvinnurekendur ætla að ríghalda í láglaunastefnuna eins og þeirra er von og vísa, almenningurinn og þeir sem verðmætin skapa skal haldið í fjötrum fátæktar hvað sem tautar og raular og engin breyting þar á. Skítt með það þó allari læknar landsins flýi í betra starfsumhverfi og hærri laun, þeir sem veikjast geta bara drepist.
Nema náttúrulega þeir sem hafa efni á því að fara erlndis til lækninga.
Almúginn og aldraðir geta bara drepist í boði stjórnvalda.
Það er stefnan.
Tónlistakennarar skulu sko ekki fá laun til jafns við aðrar kennarastéttir.
Það bara gengur ekki.
Ráðamenn telja sennilega best að hætta skuli öllu tónlistarnámi og kennslu. Ekkert gagn að kenna börnum á fiðlu þegar það hljómar eins og sé verið að kvelja heila kattarhjörð.
Og blásturhljóðfærin? Allir vættir verndi okkur. Hljómar eins og geðbiluð fílahjörð á einhverjum ótilgreindum tegundum af ofskynjunarlyfjum.
Nei.
Burt með tónlistakennsluna.
Fuss, sveiattan. ÚT!
Er þetta ekki bara helvíti fínt blogg hjá mér í bili?
Kem svo seinna og röfla meira um kjaramál, mótmæli og almenna heimsku.
Bæði stjórnmálamanna og almennings.
Þangað til, hafið góðar hægðir.