Heyrnarlausum gefin rödd, þögn fjölmiðla og skömm stjórnarliða á alþingi

Eini fjölmiðillinn sem fjallaði um mótmælin og það var ræfillsfrétt.

Eini fjölmiðillinn sem fjallaði um mótmælin og það var ræfillsfrétt.

Í gær, 22. júní tók bifhjólafólk sig saman og ljáði heyranarlausum og daufblindum „rödd“ sína með því að mæta framan við alþingishúsið þegar þar fóru fram umræður um atkvæagreiðslur vegna tónlistarnáms og þöndu hjól sín og létu vel í sér heyra til stuðnings heyrnarlausum til að minna þingmenn og ráðherra á þá staðreynd að þeir eru að brjóta mannréttindi á heyrnarlausum og daufblindum með því að veita ekki fé í túlkasjóð þessa hóps.  Mannréttindabrot sem gerir það að verkum að þessi hópur fólks getur og hefur ekki sömu möguleika í lífinu og aðrir sem eru með fulla heyrn og skynjun.

Vel mátti heyra þegar hjólin voru þanin og flautar þeyttar í umræðum á alþingi í gær og á tímabili var hávaðinn svo mikill að þingmenn þurftu virkilega að hækka róminn svo heyrðist í þeim í gegnum vélardrunur og flautþeytið fyrir utan ræðusal Alþingis eins og vel má merkja í meðfylgjandi myndbandi þar sem voru mætt hátt í hundrað bifhjól.

Mæli með að fólk spóli inn í fimmtu mínútu og hlusti á þau dásamlegu bakgrunnshljóð sem heyrast undir ræðum þingmanna. Mæli eindregið með að fólk hlusti á allan tíman og þá ótrúlegu ósvífni sem einstaka þingmenn stjórnarliða, þá sérstaklega framsóknarmanna sýna af sér í umræðunni því ef hægt er að tala um hryðjuverkasamtök á þingi, þá eru það klárlega framsóknarmenn.

Þetta voru gífurlega öflug mótmæli sem vöktu mikla athygli í bænum og er óhætt að segja að það heyrðist vel í mótmælendum í þetta sinn þar sem drunur öflugra mótorfáka bergmáluðu um miðbæinn og dró að sér forvitna vegfarendur og túrista sem spurðu hvað væri eiginlega um að vera.  Voru þeir vægast sagt hissa og hneykslaðir þegar það var útskýrt fyrir þeim enda hefur áróður ýmissa fjölmiðla auk þess sem íslenskir ráðamenn hafa látið frá sér á erlendum vettvangi ekki verið í samræmi við það sem almenningur og minnihlutahópar upplifa í þessu þjóðfélagi.

Skjáskot af myndasafni Lifandi Myndar á Facebook.

Skjáskot af myndasafni Lifandi Myndar á Facebook.

Sjálfur átti ég eftir mótmælin spjall við ungt fólk af skólaskipinu Georg Stage sem hefur verið í Reykjavíkurhöfn síðustu daga, því þeim lék forvitni á að vita hvað væri að gerast.  Gaman þótti þeim að skoða það fjölbreytta úrval hjóla sem saman var komið á Ingólfstorgi eftir mótmælin en höfðu jafnframt á orði að þau hefðu aldrei trúað því að aðeins sex árum eftir bankahrunið hér á landi, væri enn verið að mótmæla aðgerðum stjórnvalda.   Ekkert væri fjallað um það í dönskum fjölmiðlum og ekki vissu þau annað en allt væri í bullandi velgengni og uppgangi hér á landi.
Gaf ég mér nokkrar mínútur til að útskýra hvernig fátækasta fólkið og það lægst launaða væri barið niður og haldið í fjötrum fátæktar meðan ríkustu 10 prósentin fengju allt upp í hendurnar, skattalækkannir og auknar tekjur meðan þeir sem minnst hefðu væri haldið í fjötrum fátæktar og að þeir hefðu ekki lengur fyrir nauðsynjum út mánuðinn og margar fjölskyldur gætu ekki leyft börnum sínum að stunda tómstundir.

Að lokum sagði ég þeim frá því hvernig ráðherrarnir hefðu splæst í nýja bíla undir rassgatið á sjálfum sér fyrir 36 milljónir króna en þeir gætu ekki og hefðu ekki minnsta áhuga á því að leggja til 10 milljónir í túlkasjóð heyrnarlausra svo sá hópur gæti stundað vinnu, nám og tómstundir eins og lög gera ráð fyrir.
Sögðu krakkarnir að slíkt og þvílíkt gæti aldrei gerst í Danmörku en ef svo færi, þá stæðu fjölmiðlar á öskrinu yfir því og krefðu þingmenn og ráðherra um svör af slíkri hörku að þeir kæmust ekki hjá því að svara.  Ég sagði þeim að þrátt fyrir að á mótmælunum í gær hefðu verið að minnsta kosti þrjú myndavélateymi frá Rúv, þá yrði sennilega lítil eða engin umfjöllun um þessi mótmæli í fjölmiðlum á íslandi enda væri þetta í þeirra augum allt of lítilfjörlegt og einskisvert mál til að komast á spjöld sögunar.
Svarið sem þau gáfu við því var á góðri íslensku:  „Det er en stor skandal.“

Og það er skömm íslenskra fjölmiðla hvernig þeir þagga niður svona stórt mál og fjalla ekki um það mannréttindabrot sem þarna er framið á stórum hópi fólks sem þarf oft lífsnauðsynlega á þessari þjónustu að halda í öllu sínu daglega lífi.

DV, Vísir, Stöð 2, Kjarninn, Eyjan/Pressan, Mbl, (skiljanlega) og það sem óskiljanlegt er, Stundin, hafa ekkert fjallað um mótmælin sem áttu sér stað í gær né heldur það mannréttindabrot sem heyrnarlausir og daufblindir verða fyrir að hálfu stjórnvalda.  Eini fjölmiðillinn sem sem fjallaði um mótmælin var Rúv og það á vef sínum eingöngu og birti stutt myndskeið þar sem bifhjólafólk þandi hjól sín utan við Alþingishúsið.  Ekkert í fréttatíma þeirra klukkan sjö og heldur ekki í tíufréttum í gærkvöldi.

Davíð Bergmann Davíðsson sem stóð fyrir mótmælunum gagnrýndi RÚV fyrir að fjalla ekki almennilega um mótmælin í pósti sem hann sendi til forsvarsmanna Rúv og birtir svarið sem hann fékk ásamt því að hann svaraði þeim aftur af fullum hálsi.

Var svar frá RÚV, þetta var svarið mitt ég veit ekki hvort þið eruð sammála en ég svaraði þessu með fullum hálsi.

Þetta er vefurinn ekki sjónvarpið Einar ! Núna ætla ég að skora á ykkur að tala við fólkið sem hefur verið beit mannréttinda brotum hér á landi og kynna ykkur söguna vel.

Ég hef engan áhuga sjálfur að vera í einhverju forsvari fyrir þessu, enda hef ég afhend keflið til félag heyrnarlausra. Ég gerði það með athöfn í gær fyrir utan þingið.

Að sjálfsögðu mun ég koma og mínir bræður og systur í mótorhjólaheiminum ef ekkert gerist og fjölmiðlar sinna þessu ekki. Kannski keyrum við inn í þinghúsið næst til að vekja athygli á þessum mannréttindabrotum, hver veit !!

Ég hugsa að það sé mjög forvitnilegt að hlusta á fólkið sem var sett í ömurlegan heimavistunarkóla alveg niður í 4 ára aldur á sínum tíma vegna fötlunnar sinnar. Tala við forledranna sem börðust fyrir tilvist þessara barna.

Það var mikið átak að fá þetta fólk út loksins til að berjast fyrir sínu enda lítill baráttuvilji eftir miðað við hvernig brotið hefur veirð á þessu fólki í gegnum árin. Diplómaleiðin hefur skilað sáralitlu eða engu, nema kannski kvóta á samskipti fyrir þetta fólk.
Hvernig væri að fjórða valdið myndi krefja stjórnvöld skýringa á því af hverju samskiptakvóti er á þessu fólki.
Það er skömm af þessu ! Það að þetta fólk sé beitt því óréttlæti að vera með samskipta kvóta eins úthlutað sé þorski til útgerðarmanna er algjörlega óásættanlegt í „fyrirmyndar samfélaginu Íslandi“.
Farið nú að sjá „Skítugu börnin hennar EVU“ og skammist ykkar
kveðja
Davíð

 
Davíð flytur tölu til að minna á að mannréttindi eru brotin á heyrnarlausum.

Það verður því að segjast eins og er með íslenska fjölmiðla og fólkið sem á þeim starfar að enn einu sinni sannast hvernig hentugleikastefna þeirra er og sú þöggun á málefnum þeirra hópa í þjóðfélaginu sem í raun ætti að bera hæst í hverjum fréttatíma á hverjum degi, er þögguð niður.
Ef einhver raunverulegur metnaður væri hjá fjölmiðlafólki í landinu og eigendum og fréttastjórnendum, þá væru þeir fullir af fréttum af svona mótæmlum, ástæðunum fyrir þeim ásamt því að þeir gengju á ráðamenn og krefðust svara af þeim í stað þess rassasleikjugangs sem þeir alla jafna stunda gagnvart ráðherrum og þingmönnum og sér í lagi að leyfa þeim að komast upp með að neita viðtölum eða ráða því hverju þeir eru spurðir að.
Slíkt gerist ekki í lýðræðisríkjum þar sem eru alvöru fjölmiðlar því þetta þekkist eingöngu frá ráðstjórnarríkjunum gömlu.
Svona fjölmiðlastarfsemi er til háborinar skammar svo ekki sé meira sagt.

Today, 22. of juni, 2015, at 18:30 , there was a protest in front of Parliament in Reykjavik.
Those that can not hear ( deaf ) do not get any interpreter service more from the goverment, goverment who brake human rights every day on thees people.
So when they need to communicate with officials, baks, schools and so on, they can not communicate beacuase they dont get the service of Interpreters they should have.
Many look on this a human rights issue .
Freedom to communicate is part of human rights, but if you cant talk and you can’t hear, you get no interpeters, then you have lost your freedom of Speach.
People on motorcycles came to their support, and the guy who is talking, says the Goverment must fix this or they will be back on theyr bikes, and make lots of noise, even drive in to hall of the Parliament.
As you can hear on the video it was a good protest with loud woice for the deaf people in Iceland.

Samfélagsmiðlar verið talsvert virkir vegna þessara mótmæla og fjöldi mynda hefur verið birtur eftir mótmælin eins og sjá má á meðfylgjandi tenglum.

Myndasafn frá Lifandi Mynd af mótmælunum.

Eftir mótmælin á Ingólfstorgi.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa