Heimskra manna ráð – sala ríkisfyrirtækja

Heimskra manna ráð gagnast engum og eru til ills eins.

Heimskra manna ráð gagnast engum og eru til ills eins.

Þegar maður fylgist með stjórnmálamönnum, ráðgjöfum þeirra og hagfræðingum sem hvetja til sölu þeirra ríkisfyrirtækja sem skila góðum hagnaði í ríkissjóð þá verður manni hvað eftir annað hugsað til sögunar af bóndanum sem átti gæs sem verpti gulleggi á degi hverjum.

Sagan segir frá fátækum bónda sem átti gæs sem var þeim eiginleikum búin að hún fór að verpa gulleggi á degi hverjum en sagan inniheldur boðskap til þeirra sem láta gróðafíknina ná yfirhöndinni.

Á hverjum degi tók gæsin upp á því að verpa gulleggi.  Bóndinn varð fljótlega vellauðugur á að selja eggin.
En bóndinn varð of gráðugur, vildi fleiri en eitt gullegg á dag og í stað þess að hlúa vel að gæsinni var henni lógað í þeim tilgangi að tæma hana af gulleggjum sem bóndinn taldi leynast í henni.
Gullegginn urðu ekki fleiri fyrir þann bónda.

Sama lögmál gildir fyrir ríkisreksturinn, rekstur bæjarfélaga og fyrirtækja og það ætti hreint út sagt að teljast til glæpsamlegrar hegðunar að selja allann hlut þeirra fyrirtækja sem skila ríkinu hagnaði ár eftir ár bara til að geta sagt: „Sjáið hvað við græddum mikið á þessu!“
Slíkur hugsunarháttur berar heimskingjans hug og sýnir hvað hann er skammsýnn og fáfróður.

Við sjáum eitt skýrasta dæmi um slíka heimsku og hvaða afleiðingar það hafði fyrir 12 ára setu Árna Sigfússonar sem bæjarstjóra í Reykjanesbæ en á valdatíma sínum seldi hann allar eigur Reykjanesbæjar, þmt. fyriræki sem sköffuðu bænum góðar tekjur á hverju ári og hefðu gert um ókomna framtíð hefði skynsemin fengið að ráða för en ekki sú gengdarlausa peningagræðgi og sjálfgræðgishyggja sem einkennir alla frjálshyggjumenn í þessu landi.

Það þarf að koma málum þannig fyrir að þau fyrirtæki sem heyra undir ríkið, sbr. Landsvirkjun sé í amk 45% eigu ríkisins og þeir bankar sem nú stendur til að selja einkavinum stjórnarflokkana verði sömuleiðis í amk 45% eigu ríkisins þannig að einhver hagnaður skili sér í ríkiskassann í framtíðinni, hagnaður sem kæmi kanski á fimm til tíu árum í staðin fyrir að koma á einu bretti og síðan aldrei meir.

Það verður að gera þá sjálfsögðu kröfu til þeirra sem stjórna landinu hverju sinni að þeir hafi hag þjóðarinar allrar að leiðarljósi í stað þess að sinna bara sínum einkahagsmunum, vina sinna og fjölskyldu eins og því miður sést best á stjórnarháttunum í dag þar sem hver hyglir sínum á kostnað fólksins í landinu.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa