Nú þegar berast fréttir af því í miðri kjarabaráttu fyrir lægstu launum sem atvinnurekendur segja að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að hækka um meira en 3,3% eða á bilinu sex til sjö þúsund kall, brúttó, þá berast fréttir beint úr höfuðstövðum útvegsfyrirtækis, eins þess stæðsta í landinu, að fyrir nokkrum dögum var greiddur út arður í fyrirtækinu að andvirði tvö þúsund og sex hundruð milljónir til eigenda sinna.
Pælið aðein í þessu.
2.600.000.000,- krónur.
Síðan gerist það að fréttir berast af því að þetta sama fyrirtæki, sem greiðir verkafólkinu sínu lágmarks taxtalaun og borgar því svo bónusana með íspinnum þegar það eykur gróða fyrirtækisins um hundruði milljóna.
Um það var samið lag af öskureiðum þrælunum sem fannst þetta óforskammað og létu stjórendur fyrirtækisins fá það algjörlega óþvegið með textagerð sem er svo mikil öskrandi snilld að ef þessir sömu stjórnendur hefðu gáfur til að skilja sneiðina sem þeim var send, þá hefðu þeir beðist afsökunar og borgað fólkinu hærri laun í kjölfarið.
En nei.
Greindin og vitið er ekki til staðar hjá þessum sauðum í stjórn HB Granda, því síðast í morgunn barst frétt frá HB Granda þar sem tilkynnt var um að laun stjórnenda fyrirtækisins hefðu hækkað um 33,3% í launum frá og með 10. þm.
Henti þetta lið heilanum og hugsar með rassgatinu?
Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun.
Það þarf ekkert að fara í grafgötur með siðferðið hjá svona fólki eins og situr í stjórn HB Granda því pestin af því er eins og af slorinu sem hefur legið úti í sól í þrjár vikur og rotnað.
Svo er það alveg með ólíkindum að það heyrist ekki múkk um þetta í fjölmiðlum en þetta hefði átt að vera opnufrétt í öllum fjölmiðlum og með stríðsletri að útvegsfyrirtæki hækki laun stjórnenda um tugi þúsunda en bjóði starfsólki á gólfi íspinna eða pizzu í kjarabætur í stað mannsæmandi launa.
Meðan slíkir fjölmiðlar fá að stjórna umræðunni er ekki von á góðu og ég átti satt best að segja von á því að Stundin eða Kjarninn mundu stökkva á svona bitastæða frétt og gera mikið úr henni en varð fyrir vonbrigðum því þar sannaðist að þeir eru ekki eins óháðir og þeir látast vera.