Hátt í hálf milljón tonn í brottkast hið minnsta á ári

Brottkast á fiski er gífurlegt á íslandsmiðum. MYND: The Guardian.

Brottkast á fiski er gífurlegt á íslandsmiðum.
MYND: The Guardian.

Ég hef mikið verið að husga um kvótakerfið undanfarið og hvernig uppbygging þess stuðlar að bullandi óréttlæti í landinu utan þess að hagkvæmni þess er með slíkum ólíkindum í alla staði fyrir land og þjóð, að það skuli ekki löngu vera búið að henda því og taka upp kerfi sem er bæði þjóðhagslega hagkvæmt og kemur í veg fyrir svindl og brottkast.

Þær tölur sem eru í titlinum og þær tölur sem ég gef mér í þessum pistli eru tölur sem eru meiri getgátur en ættu samt sem áður að vera nokkuð nærri sannleikanum eftir því sem ég hef komist næst á spjalli mínu við fólk sem þekkir vel til og hefur starfað lengi í kringum kvótakerfið, sjómenn, landverkafólk og fleiri sem ég ætla ekki að nefna hérna enda bundinn trúnaði við þetta fólk.

Opinberlega er því haldið fram að brottkast þekkist ekki á íslandsmiðum en allir sem hafa komið eitthvað nálægt sjómennsku vita að það er haugalygi.  Ég sjálfur veit til þess að í einum túr á ísfisktogara hefur verið rutt rúmlega hundrað tonnum af fiski fyrir borð af því hann var utan kvóta eða gæði fisksin léleg en alla jafna voru þetta kanski 10 til 30 tonn sem fóru í sjóinn í hverjum túr.  Einnig sagði hann mér að á frystitorgurum væri brottkastið margfallt meira.  Sá sem sagði mér þetta var sjómaður til fjölda ára á ísfisk og frystitogurum en lést upp úr aldamótum.  Maður hefur heyrt aðrar eins sögur af netabátum sem kasta dauða fiskinum fyrir borð af því verðið á honum er of lágt og þegar ýsukvótinn var búinn var ekki hirtur einn sporður af henni en öllu hent.

Ef það væri eitthvað vit í stjórnmálamönnum landsins, þá væri kvótakerfinu hent eins og það leggur sig, fiskveiðar gefnar frjálsar eftir sóknardagakerfi og allur fiskur færi á markað.
Hugsið ykkur ef það væri hægt að veiða rúmlega milljón tonn í heildina úr öllum tegundum og meðalverðið á honum væri í kringum 250 krónur pr kíló.  Þetta eru ekki tölur sem ég ætla einu sinni að reyna að reikna en gefum okkur svo að það sé innheimtur 25% skattur af sölunni á markaði sem færi beint í ríkiskassann.

Með eldsnöggum hugarreikningi sýnist mér að sú upphæð sem fengist í ríkiskassann yrði í kringum 620 milljarðar á ári miðað við þetta en það væri gott ef einhver mundi treysta sér til að reikna þetta út með nokkurri nákvæmni.

Enn og aftur ætla ég að taka það fram að þær tölur sem settar eru hér upp eru að mestu leyti ágiskaðar.

En hugsið ykkur hvað við gætum haft það gott hér á landi ef þetta væri raunin.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 23. janúar 2015 — 10:54