Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Dirty weekend húmor.
Dirty weekend húmor.

Það eru ekki mörg ár síðan Icelandair kynnti ísland á erlendum vettvangi með slagorðinu ,,Dirty weekend” og var þar með að höfða til yngri karlmanna vestanhafs að skella sér í helgarferð til íslands til að taka þátt í næturlífinu í Reykjavík sem á þeim tíma var ansi skrautlegt.  Þeir hjá Icelandair gáfu meira að segja í skyn að íslenskt kvennfólk væri einstaklega lauslátt, sér staklega þegar um erlenda karlmenn væri að ræða og því væri hverjum karlmanni sem tæki svona tilboði, dráttur vís.
Í kjölfarið var farið að kalla Reykjavík Bancok norðursins með vísan í hina alræmdu Bancok í Tahilandi, almenningi í Reykjavík til mikils ama.
Nú býður WOW-air sínum viðskiptavinum upp á hass og hórur í Amsterdam.

Á vef Wow air um áfangastaði er meðal annars fjallað um hina víðfrægu borg Amsterdam í Hollandi og aðeins farið í lýsingar á staðháttum, minnst á listir, menningu og áhugaverða staði sem vert er að skoða.  En í lokin blasir þetta við manni:

HASS OG HÓRUR

Það er víst ekki hægt að fjalla um Amsterdam án þess að tala um hass og hórur en borgin er víst af mörgum talin frægust fyrir það og án vafa hefur Rembrandt snúið sér við í gröfunni yfir því. Van Gogh er ef til vill sáttari þar sem hann var löngum hrifinn af gleðikonum og vímugjöfum.  En gætið ykkur nú, það er algengur misskilningur að hass sé löglegt í Amsterdam en raunin er að sala og neysla þess er látin afskiptalaus á meðan hún fer fram inni á svokölluðum „Coffee shops“.  Vert er þó að vita; það er búið að banna sölu á hasskökum til túrista! Margir túristar hafa lent í vandræðum þegar þeir komast í frjálsræðið sem ríkir á sumum stöðum í Amsterdam, farið ykkur því ekki að voða.

Rosse Buurt eða Rauða hverfið hefur löngum verið frægt og margir rata þangað fyrir forvitnissakir. Sumir segjast álpast þangað alveg óvart og furða sig á búðaútstillingunum. Í þessu alræmda lastabæli, sem allt sómakært fólk forðast eða þykist forðast er stunduð ein elsta atvinnugrein í heimi. Með fram Warmoesstraat, Oudezijds Voorburgwal, Oudezijds Achterburgwal og Zeedijk má finna hvern gluggann á fætur öðrum þar sem gleðikonur stilla sér upp og bíða eftir næsta kúnna.  Margar hverjar gamlar og lúnar en aðrar ef til vill ferskari. Já strákar mínir, grasið er sko ekki alltaf grænna hinum meginn. Rauða hverfið hefur stundum verið kallað Litla Kínaborgin en þar býr fjöldinn allur af Kínverjum sem reka kínverska veitingastaði.  Að degi til er Rauða hverfið eins og hvert annað hverfi í Amsterdam og þar er t.d. að finna eina elstu kirkjuna þar í borg.

Góða WOW skemmtun! –Hlökkum til að fljúga ykkur út og aftur heim! Já við sögðum heim aftur….svo ekkert rugl!

Fallegt ekki satt?  Dæmi hver fyrir sig en ég persónulega missti allan áhuga á að skipta við þetta flugfélag í framtíðinni.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni