Nú hafa allir sem nöfnum tjáir að nefna tjáð sig um launahækkunn sem kjararáð ákvað fyrir foristumenn þjóðarinar og sýnist sitt hverjum.
Stöðufærslur hafa gengið í allann dag þar sem fókl er að krefjast 45% hækkunnar, afturvirkt þar til í des 2014 fyrir aldraða og öryrkja vegna þessarar kjarahækkunnar, en ég persónulega mundi vilja sjá allt annað gerast sem mundi gera mikið meira fyrir aldraða og öryrkja.
Ég beini þessum orðum mínum til allra þingmanna sem eru að setjast á þing núna, bæði nýliðana og þeirra sem gamlir eru orðnir.
Hækkið bara almenn laun í landinu og bætur almannatryggina um sömu krónutölu og sú hækkun sem þið fenguð og hættið að ljúga og blekkja bæði ykkur sjálf og almenning í landinu með þessum helvítis prósentum sem gera ekkert annað en mismuna fólki og auka ójöfnuð.
Með þessari einu aðgerð mundi fullt af fólki verða himinlifandi enda erum við að tala um tæplega 400 þúsund króna hækkunn á einu bretti og það er ekkert nema réttlæti í því fólgið því við vitum vel að þegar kjararáð er búið að setja fram sínar launahækkannir þá verða þær aldrei dregnar til baka, sama hvað gengur á úti á Austurvelli.
Auðvita kostar þetta haug af peningum en þegar þeim er stolið gengdarlaust af þjóðinni af fjölskyldu og vinum Bjarna Ben, þá þarf bara að stoppa þann þjófnað. Ef það verður ekki gert strax á þessu ári eða snemma á næsta ári, þá verður það einfaldlega til þess að fólk fer að brýna ljái og hreinsa gamla framhlaðninginn hans afa. Fólk lætur ekki endalaust niðurlægja sig af yfirborgaðri elítunni hér á Íslandi.
Við höfum jú flest ef ekki öll lesið um Frönsku byltinguna. Þar fuku jú nokkrir hausar.
Það gæti líka gerst hér á landi…