Glanni Glæpur, öðru nafni Stefán Karl Stefánsson leikari, lagði í stæði fatlaðra við Rekstarvöru fyrir mistök í dag.
Hann segir sjálfur á Facebooksíðu sinni.
Fór í rekstrarvörur í áðan og lagði í bílastæði, hljóp inn og verslaði. Þegar ég kom út var maður með reiðisvip sem skammaðist eitthvað út um gluggann, ég heyrði ekki hvað það var en hann spurði hvort ég ætlaði ekki að bakka. Ég svaraði því játandi. Þegar ég bakkaði út úr stæðinu sá ég einhverjar hvítar skellur í malbikinu, hefði geta verið hvað sem er. En fattaði svo að þetta er auðvitað stæði fyrir fatlaða. Mér brá mikið við þetta og líður illa að hafa lagt í slíkt stæði. Hinsvegar vil ég benda Rekstrarvörum á að merkja stæðið betur, með skilti og mála malbikið svo að fólk eins og ég leggi ekki í þessi stæði.
Aumingja manninn sem beið eftir stæðinu vil ég hinsvegar biðja auðmjúklegrar afsökunnar á þessu og mun hafa persónulega samband við Rekstrarvörur og óska eftir því að úr þessu sé bætt hið snarasta.
Stefán er greinilega miður sín út af þessu en í viðtali við Glanna Glæp sagðist hann ekkert skilja í þessari viðkvæmni Stefáns því þetta væri bara hinn íslenski háttur að leggja bíl þegar fólk væri rétt að skjótast inn og versla.
,,Skítt með það þó það taki klukkutíma eða tvo“, sagði Glanni.