Glæpamen og þjófar verðlaunaðir fyrir setja ísland á hausinn.

Mestu glæpamenn íslands.

Mestu glæpakóngar sem ísland hefur alið.

Afskriftir til íslenskra auðmanna sem voru ­áberandi og fyrirferðarmiklir í íslensku viðskiptalífi bæði fyrir og eftir hrun nema á fimmta hundrað milljarða króna. Afskriftirnar eru svo miklar að hægt væri að reka íslenska ríkið um nokkuð langt skeið fyrir upphæðina, segir í frétt á DV í dag.  Þar segir einnig; „Flestir þeir sem komast á lista DV yfir afskriftakónga landsins eru þrátt fyrir allt vel settir í dag þegar kemur að peningum og eignum.“
Sú staðreynd, að þessir menn, sem arðrændu íslenska bankakerfið, vísvitandi og með ásetningi og skildu síðan við allt í kalda kolum, skuli enn ganga lausir og lifa eins og kóngar meðan almenningur hefur þurft að blæða fyrir gerðir þeirra, er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað í siðmenntuðum samfélögum.

Ef við skoðum myndina sem fylgir fréttinni, þá sjáum við að Björgúlfur Guðmundsson hefur fengið 96 miljarða afskrifaða af því sem hann stal af þjóðinni.  Nítíuogsex miljarða.  Gerir fólk sér grein fyrir hvað við erum að tala um háa upphæð hérna?  Einn miljarður eru eitt þúsund miljónir.  Hvað væri hægt að reka mörg fjögurra manna heimili á ári fyrir slíka upphæð?  Við skulum reikna það út frá því, að með leigu eða afborgunum af lánum kosti það minnst 350 þúsund á mánuði að reka eitt heimili.  Á 12 mánuðum eru það 4.200.000 krónur.  Þá skulum við skoða hvað hefði verið hægt að bjarga mörgum heimilum með 96.000.000.000 krónum en það gerum við með því að deila með 4,2 miljónum í 96 miljarða.  Þá verður útkoman 22.857 heimili.  TUTTUGU OG TVÖ ÞÚSUND, ÁTTA HUNDRUÐ FIMMTÍU OG SJÖ HEIMILI OG FJÖLSKYLDUR SEM HÆGT HEFÐI VERIÐ AÐ BJARGA BARA MEÐ ÞEIM ÞJÓFSFPENINGUM SEM BJÖRGÚLFUR EINN FÉKK AFSKRIFAÐ!  Samt í dag lifir hann í vellystingum og þarf ekki að kvíða morgunndeginum eins og svo margir af þeim sem hann arðrændi í gegnum Landsbankan sem hann fékk að gjöf.  Já að gjöf því hann borgaði ekki eina krónu í honum  þar sem hann fékk lán fyrir bankanum hjá bankanum.

En Björgúlfur var ekki einn því þeir eru fleiri glæpanautarnir eins og sést á myndinni og afskriftirnar ekki litlar hjá þeim, og mætti örugglega bæta 30 þúsund eða fleiri heimilum í útreikningana með því að taka þá með.

En hver er ábyrgð núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna, ráðherra og þingmanna að svona skuli hafa verið staðið að málum?  Jú hún nær alveg aftur til ársins 2000 þegar einkavæðingaferlið var í startholunum.  Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ber langmesta ábyrgð á þessum málum enda hann og hans stjórn sem „gaf“ Björgúlfi bankan og stóða að einkavæðingu annara ríkissfyrirtækja og banka.
Núverand stjórnvöld bera alla ábyrgð á að hafa ekki gengið eftir eignum þessara glæpahunda og gert þær upptækar til að verja almenning í landinu.

Það er eitthvað undarlegt í gangi í landi sem leyfir það, að menn sem eru búnir að drulla svo rækilega á sig í viðskiptum með því að arðræna heila þjóð, skuli fyrir það fyrsta fá að ganga lausir.  Í öðru lagi að þeir skuli fá afskrifaðar skuldir upp á tugi miljarða og almenningur látinn borga það og í þriðja lagi, að þeir skuli fá að stunda viðskipti eða sýsla með fjármuni í ríkis og almanna eigu.

Ef þetta er ekki siðblinda og siðferðisbrestur af verstu sort hjá heilli þjóð þá veit ég ekki hvað það er.  Ég veit þó eitt, að þessir menn eiga að vera læstir inn í klefa upp á vatn og brauð í 20 ár hið minnsta.  Þetta glæpamannadekur sem er í gangi hérna er orðið einum of mikið af því góða og það þarf að gera þessa menn ábyrga fyrir því sem þeir hafa gert og láta þá taka út sína refsingu innan fjögurra veggja í nokkra áratugi.

Það þarf líka að refsa glæpanautunum sem komu þessu kerfi á, á sínum tíma sem þeim setja heimili landsins á vonarvöl með því að afskrifa hjá svona glæpamönnum.

Updated: 7. júlí 2012 — 15:58