Félagi minn á Facebook kom með athyglisvert innlegg á síðu sinni áðan.
Þessi gjaldeyrishöft.
Velstæð hjón ákveða að skreppa til London í eina víku.
Þau kaupa pund fyrir 700 þúsund, sem mun vera hámarkið.
Í sömu ferð í bankann sinn sækja þau um hækkaða úttektarheimild erlendis á kortunum sínum.
Ekkert mál – þið eruð svo vel stæð fjárhagslega!
Þau lifa svo hátt í London.
Eyða og eyða.
Daga og nætur.
Kaupa skartgripi, dóp, fatnað, auka partner í rúmið, góðan mat og ótalda drykki svo fátt eitt sé nefnt.
Heimkomin hafa þau eytt 1,7 milljónum af gjaldeyri þjóðarinnar.
Já, já!
Þessi gjaldeyrishöft!
Eru þau ekki alveg að svínvirka?
Ef svona 100 manns eyddu nú eitthvað svipað erlendis þá eru það aðeins 170 miljónir.
Svínvirkar alveg.