GESTASPISTILL. Hugleiðingar Vestfjarðarnornarinar.

Vestfjarðarnornin sjálf, Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir sendi frá sér hugleiðingu á Facebook þann 17. febrúar síðastliðin sem ég held að margir ef ekki flestir íslendingar geti tekið undir hefðu þeir séð hana en þar sem hún deildi henni ekki opinni þá bað ég um leyfi til að birta hana hér og fékk það.

Ástæða þess að ég kalla Cesil Vestfjarðarnornina er frá þeim gömlu og góðu tímum sem Málefnin.com voru virkur spjallvefur en þar skrifaði Cesil smásögur sem hún spann oftar en ekki upp úr samræðum „málverja“ á þeim tíma en í mörgum umræðum var hún oftar en ekki kölluð vestfjarðarnornin af þeim sem líkaði illa hennar málflutningur og voru henni ósammála.  Hún tók því þó vel og notaði það sjálf í sínum sögum sem urðu feiki vinsælar meðl þeirra netverja sem fylgdust með umræðum á þeim vettvangi.

En hér koma hugleiðingar Vestfjarðarnornarinnar.

Hvernig ætli þessu fólki líði sem er undir smásjá almennings, og á það reyndar skilið vegna framkomu sinnar? Hvað hugsar BB þegar hann kemur heim til fjölskyldunnar og hlúir að börnunum sínum, ætli hann leiði nokkurn tímann hugan að þeim sem hafa ekki þá aðstöðu að geta gert það, vegna vinnuálas eða örvinglunar? Ætli Frú Sigríði Á, sé létt um hjarað þegar börnin hennar spyrja hana um réttlæti og sanngirni? Eða á hún ef til vill engin börn. Katrín Jakobsdóttir er örugglega sátt í sínu skinni, þegar hún hugsar um öll svikinn sem hún hefur haft í frammi í boði Steingríms Joð, og heldur ef til vill að hún sé í því skálkaskjóli að fylgja því sem hann segir, en er það afsökun? Og finnst henni bara allt í lagi að skjálka í því svikaskjóli?
Ásmundur er sennilega algjörega eins og fleiri hans líkar gjörsamlega spilltur og sér ekkert rangt við það sem hann gerir, hann fer því sáttur í sitt rúm í faðm eiginkonunnar og sofnar svefni hinna „réttlátu. Brynjar Níelssyni finnst þetta allt saman svo fyndið og gerir bara grín, en gerir sér ekki grein fyrir að þetta er allt saman dauðans alvara, honum en nóg að konan fékk umdeild starf í landsrétti. Guðlaugur Þór er að mínu mati spillinginn upp í rjáfur, ein vinkona mín sagði mér fyrir tuttugu árum síðan að besti vinur hans nauðgaði henni og var síknaður vegna vitnirburðar Guðlaugs Þórs, ég lofaði henni að þegja um þetta, en hún varð aldrei söm eftir, en fjandinn hafi það ég hugsa allafa um þetta þegar þessi gaur er í sviðsljósinu, sökunautur nauðgara. Kristján Þór „vinur minn“ ógeð, er þarna á þingi í boði Samherja rétt eins og hann kom til Ísafjarðar til að leggja undir sig Gugguna og kvótann, ´þar sem hann fór burtu á miðju kjörtímabili þegar áfanganum var náð, og fékk sex mánuði greidda enda þótt hann hafi sjálfur hætt, vegna sjálfstæðisklíkunnar á Ísafirði, já þau sjá um sína þessi XD. Aldrei í dauðanum átti ég von á því að ríkisstjórnin yrði svo ósvífin að gera hann að sjávarútvegsráðherra, allt í boði Katrínar Júlíusdóttur sem talaði svo fallega fyrir kosningar um réttlæti og jöfnuð. Blessuð sé minning hennar, hún er búin að vera fyrir alþýðu þessa lands að mínu mati.

Það er af mörgu meira að taka, en læt þetta duga og í krafti frelsis til orða og athafna samkvæmt stjórnarskrá, þeirri druslu sem við styðjumst við ennþá, þrátt fyrir yfirlýstan vila þjóðarinnar á nýrri. Fyrir mér hefur alþingi íslendinga og þingmenn aldrei lotið jafn lágt og nú er að koma á daginn, og það sem vekur athygli er að mest af þessari spillingu og ógeði kemur frá Sjálfstæðisflokknum. En þeir gætu þetta ekki ef þeir væru ekki valdaðir af Vinstri grænum og Framókn. Takið eftir því ágætu landsmenn, og þið sem veitið þessu fólki atkvæði ykkar eruð samsek í þessari spillingu og ógeði, sem er borin á borð fyrir okkur núna hver annari verri. Svo hjálpi mér allir góðir vættir ég er búin að fá nóg af þessu ógeðslega samfélagi, eins og Styrmir sagði svo skemmtileg fyrir nokkrum árum, Og tek svo sannarlega undir með honum í þessu:
„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Ég þakka Ásthildi Cesil fyrir þessa hugleiðingu sem kemur okkur öllum við, hvort heldur við búum á íslandi eða erlendis.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 22. febrúar 2018 — 19:46