Hvað segir það okkur þegar sjálfur forsætisráðherra landsins telur meirihluta þjóðarinar vera geðveika? Maður hlýtur að spyrja sig í hvaða sýndarveruleika þessi maður lifir eftir þennan lestur en einnig hvort hann telur sig hinn eina sanna frelsara þjóðarinar? Og hvað hafa margir af þeim stríðs og einræðisherrum sem hafa ríkt í gegnum aldirnar haldið fram nákvæmlega þessu sama þegar sálgreining á þeim eftir að þeir eru fallnir frá hefur sýnt og sannað að geðveikin var þeirra en ekki þjóðarinar?
Hér á landi eru allar vísbendingar um að vilji stjórnarflokkana sé að koma á alræðisvaldi þó það séu vissulega blautir draumar hjá sumum auðmönnum að verða einræðisherrar.
Reyndar er ein staðreynd sönn í þessu, að þjóð sem kýs yfir sig raðlygara eftir kosningabaráttu sem einkennist af lygum verður eiginlega að teljast geðveik.
Það er þó altént staðreynd.