Furðuleg skoðanakönnun

Mynd: Fréttablaðið

Ótrúlegar tölur birtast í skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Fréttablaðinu í dag. Framsóknarflokkurinn mælist með 40 prósenta fylgi og vantar aðeins einn mann til að ná hreinum meirihluta.  Stjórnarflokkarnir fá hins vegar frekar háðulega útreið og tapa gífurlega miklu fylgi.
Píratar fá samkvæmt þessari könnun 5,6% og kæmu þar með fjóra þingmenn eða jafn mikið og VG.

En það þarf að skoða þetta betur þar sem þetta er langt í frá að vera heildstæð könnun og svarhlutfallið mjög lágt.  Úrtakið var 1.231 og var hringt þar til náðist í 800 manns. 64,1 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar þannig að varla er hægt að tala um marktæka könnun í þessu sambandi.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Updated: 5. apríl 2013 — 09:22