Fullur ruslagámur af fínu bakelsi

Bakaríin henda mörgum tonnum á hverjum degi af dagsgömlu bakelsi.

Bakaríin henda mörgum tonnum á hverjum degi af dagsgömlu bakelsi.

Meðfylgjandi mynd er fengin af Facebook hvar má sjá troðfullan gám af brauði, snúðum, skinkuhornum ásamt öllu því bakelski sem kemur frá bakaríum í landinu.
Þessi mynd er einmitt tekin fyrir utan eitt slíkt bakarí en ekki fylgir sögunni hvaða bakarí er um að ræða en í umsögnum við myndina kemur fram að það sem ekki selst í bakaríum landsins sama dag og það er bakað er einfaldlega hent.

Nú spyr ég:  Af hverju má ekki safna því saman af dagsgömlu bakelsi sem ekki selst og koma því til hjálparstofnana eins og súpueldhúsins, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefnd eða Konukot svo eitthvað sé nefnt?
Það er ekkert að þessu þó það sé orðið dagsgamalt og væri nær að gefa eitthvað af því til góðgerðarmála í stað þess að keyra þetta í svínafóður.

Ástandið í landinu er orðið slæmt þegar það þarf að henda mörgum tonnum af dagsgömlu bakelsi í svínin í landinu meðan mannfólkið sveltur.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 11. október 2014 — 10:03