„Það hefur gengið ágætlega í skoðanakönnunum hjá okkur að undanförnu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í lokaræðu sinni á flokksþingi Framsóknarmanna í dag. „En það er líka mjög mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Við þurfum að halda vel á málum fram að kosningum.“
Framsóknarflokkurinn hélt um þessa helgina landsþing og hafa ýmsar tillögur komið fram á þinginu. Meðal annars sú hugmynd að full ástæða sé til að setja án tafar lög sem fyrirbyggi að erlend stjórnvöld eða erlendir aðilar geti stundað eða fjármagnað pólitískan áróður hér á landi.
Álitamál er meðal fólks hvort þetta eigi að vera uppistaðan í nýjum brandadara uppistandsflokksins, eins og komið var inn á í fyrri pistli um framsóknarflokkinn hér á síðunni, því þessi lög hafa verið til staðar frá því 1978 og eru enn í fullu gildi.
Varla er hægt að ætlast til þess að flokksmenn þekki hver einustu lög í landinu, en það er hægt að kynna sér málin áður en farið er af stað í einhverja herferð.
Framsóknarflokknum er að vísu vorkunn því vitið hefur lítið verið að þvælast fyrir þeim í gegnum tíðina og er þetta ein enn bein sönnun þess.
Sigmundur Davíð varaði við því að ráðist yrði að flokknum með ómálefnalegri gagnrýni sökum velgengni hans í skoðanakönnunum. Hann sagði að það yrði gert úr öllum áttum en að flokksfélagar þyrftu alltaf að svara málefnalega. „Ávallt vera málefnaleg í okkar málflutningi fram að kosningum,“ sagði hann.
,,Þá hló mín píka“ sagði kerlinginn og glotti við tönn.
Er Framsóknarflokkurinn að breytast í grínflokk?